Hver er munurinn á gengistryggđu og verđtryggđu láni?

Margir hafa spurt og hvergi hef ég séđ neitt svar. Hárnákvćmur samanburđur kostar óralöng excelskjöl, en einhver hefđi ţó getađ sýnt gróflega reiknađ samanburđardćmi.

Nú er ég svo heppin ađ hafa viđ hendina gögn um tvö slík lán. Annađ lániđ er gengistryggt bílalán til 7 ára og hitt N-vísitölutryggt íbúđarlán frá einum lífeyrissjóđanna - eftir eru 10 ár af ţví láni í upphafi samanburđartímans.

Bílalániđ:
Ţann 24/1´08 er skuldin kr. 2.270.227. Afborgun ţá međ vöxtum kr. 33.254.
Ţann 24/1´10 er skuldin kr. 3.570.193. Afborgun ţá međ vöxtum kr. 67.759.
Afb međ vöxtum á 24 mánuđum (24x67.759) kr. 1626.216.

Húsnćđislániđ:
Ţann 18/1´08 er skuldin kr. 2.244.729. Afborgun ţá međ vöxtum kr. 28.977.
Ţann 18/1´10 er skuldin kr. 2.313.555. Afborgun ţá međ vöxtum kr. 31.578.
Afb međ vöxtum á 24 mánuđum (24x31.578) kr. 757.872.

Ađ vísu munar 3 árum á lánstímanum og örlitlu á höfuđstólsupphćđinni. Ennfremur margfalda ég síđustu afborgun međ greiđslutímanum, en ţar hallar frekar á bílalániđ en húsnćđislániđ. Ţessi lauslegi útreikningur ćtti ţó ađ gefa nokkra hugmynd um muninn á gengistryggđum og verđtryggđum lánum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband