Víða finnast borgir byggðar fyrir öld bílanna.

Þar eru sumar göturnar svo þröngar að tveir þurfa að draga inn magavöðvana til þess að geta mæst. Aðrar eru breiðgötur hannaðar sérstaklega fyrir skrautvagna yfirvaldsins.

Á Melhaga væri engin gata ef bíllinn hefði aldrei orðið almannaeign.


mbl.is Hvernig líta göturnar út án bíla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er skarplega athugað hjá þér, Kolbrún. Það mætti jafnvel taka dæmið lengra: Eyrarbakki hefði hugsanlega orðið höfuðborg landsins ef bíllinn hefði ekki náð útbreiðslu hér. Altént örugglega ekki Reykjavík.

Sigurður Hreiðar, 19.6.2010 kl. 18:49

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir athugasemdina, Sigurður. Þetta blogg var nú skrifað í nokkrum hálfkæringi; ef menn vilja sjá hvernig bíllausar götur líta út, þá þarf ekki að hafa svona mikið fyrir því.

En ég er alltaf jafn forvitin; af hverju nefnir þú Eyrarbakka? Er það vegna þess að þar var best staðsetta skipahöfnin fyrir suður og vesturland?

Kolbrún Hilmars, 19.6.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Í öllum þessum niðurskurði, hvað ætli þetta gæluverkefni hafi kostað? Ljósmyndarinn og kranabíllinn og svo launin hans Gísla Marteins.

Tómas Waagfjörð, 19.6.2010 kl. 23:48

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Reykjavík hefur þróast í takt við þá tækni sem hefur verðið þekkt á hverjum tíma. Því verður ekki breytt nema með sögufölsun.

Ég er nýkominn frá miðaldaborginni Tallinn í Eistlandi. Gamli hluti borgarinnar Tallin er 8-900 ára gamall miðaldakjarni með virkisveggjum og einbreiðum steinlögðum götum. Einstefna ríkir og á hátíðisdögum er götunum lokað fyrir bílaumferð. Dúkkulegt, en heftandi fyrir nútíma viðskiptahætti. Því einkennist borgin af miðaldaminjum, veitingahúsum, næturklúbbum og minjagripaverslun.

En borg lifir ekki einvörðungu á sögunni. Fyrir utan virkisveggi er bullandi viðskiptalíf með breiðstrætum, sporvagnastrengjum og nútímabyggingum. Frekar óaðlaðandi en leyfir greiðan aðgang að ráðstefnuhótelum og stórfyrirtækjum.

Ég verð að segja að mér hugnast betur þessi blanda gamals og nýs sem við búum við hér í Reykjavík. Eins og er er Reykjavík lifandi borg. Nú er stemning fyrir að gera miðbæinn að safni; kaffihús á daginn og friðun á kvöldin.

Maðurinn er félagsvera og þarf að fá tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Miðbærinn er kjörinn staður til þess.

Ragnhildur Kolka, 20.6.2010 kl. 09:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það er svo sannarlega rómantískt að rölta um gömlu miðaldaborgirnar, þar sem ekkert pláss er fyrir stærri tæki en handvagna og hjólbörur. En þar sem túrisminn er lifibrauð þurfa líka að vera samgönguæðar til þess að koma ferðamanninum á svæðið, að ekki sé nú talað um allan varninginn sem þarf fyrir bransann.

Samt svolítið skondið að hugsa til þess þessar gömlu borgir voru ekki byggðar svona þétt til þess að spara ökutæki eða gönguskó, heldur vegna þess að þá varð miklu auðveldara að verja þær fyrir utanaðkomandi árásum. :)

Kolbrún Hilmars, 21.6.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband