Trúfrelsi í reynd eða sýnd?

Flestir munu fagna lögum um ein hjúskaparlög, enda um lagalegt réttlætismál að ræða og viðurkenning á því sem ER. En hví er trúfélögum blandað í málið?

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofunni eru 33 skráð trúfélög í landinu fyrir utan þjóðkirkjuna. Í þjóðkirkjunni eru skráðir einstaklingar 18 ára og eldri 186.697, 79%, en í öðrum trúfélögum 50.251, 21%.

Lögin "heimila" prestum þjóðkirkjunnar að neita að ganga gegn trúarsannfæringu sinni. En mega lögin yfirhöfuð skipta sér af trúarsannfæringu fólks, hvort sem er almennings eða trúarleiðtoganna?

Er trúfrelsi innan þjóðkirkjunnar ef til vill minna en í öðrum trúfélögum?


mbl.is Hjúskaparlög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi löggjöf gengur á rétt trúfélaga að taka trúarlega afstöðu til málefna. Þeir sem neita að gefa saman samkynhneigða munu nú verða ofsóknum og einelti að bráð. Pólitík er farin að há vestrænum trúarbrögðum.

Löggjafarvaldið hefur gefið eftir gagnvart áróðri sem leyfir einum að kúga annan og er hluti af árásum trúleysingja á kirkju og kristni. Það er trúfrelsi í landinu, en trúleysingjar virða ekki rétt kristinna til trúar sinnar. En þú verður ekki vör við sambærilegar árásir, hvorki hér á landi eða annars staðar, á hjónabandssiði hindúa, búdda eða múslimstrúar einstaklinga. Hjá hinum síðastnefndu ríkir þó afneitun samkynhneigðar.

Að ganga þarna á rétt trúarhópa var óþarfi því samkynhneigðir hafa haft sama lagalega rétt og allir aðrir til að stofna til hjónabands til földa ára.

Ragnhildur Kolka, 15.6.2010 kl. 09:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér, Ragnhildur. Nýju lögin eru eiginlega í reynd eins og andhverfa Sharialaganna; landslög skipa trúarbrögðunum fyrir en ekki trúarbrögðin lögunum.

Hvorugt fyrirbærið getur flokkast undir trúfrelsi eins og það er skilgreint í Mannréttindayfirlýsingu SÞ.

Kolbrún Hilmars, 15.6.2010 kl. 17:08

3 identicon

flott athugasemd.

kobz (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband