Garðaúðun.

Nú líður að hefðbundnum eitrunum í görðum. Eins og flestir vita útrýmir eiturúðun fleiru en óvelkomnum gestum.

Trjálirfurnar eru mestu skemmdarvargarnir en þeim má útrýma með öðrum og mildari aðferðum. Sú sem ég hef notað með góðum árangri, er sápuúðun. Ég leysi grænsápu upp í heitu vatni og blanda saman við meira vatn í úðunarkútnum. Þessu úða ég yfir runna og tré í sólarleysi eða eftir sólsetur.

Best er ef rigningardegi er spáð daginn eftir. Það kemur í veg fyrir að laufin brennist af sápunni í sólskininu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband