Af hverju íslensk alþýða á ekki að greiða Icesave!

Eftirfarandi frétt er aðeins ein af mörgum slíkum sem styrkir þá röksemd að flestir aðrir en íslenskt alþýðufólk eigi að borga Icesavesvindlið:

http://www.visir.is/article/20100407/VIDSKIPTI06/458696615

(The Cayman Islands is a British overseas territory located in the western Caribbean Sea.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé ekki okkar alþýðunnar að borga. En það eru margir svo rausnarlegir að þeir vilja borga og helst sem mest en það er af því að þeir eru undir áhrifum hræðsluáróðurs  ríkisstjórnarinnar. Dapurt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.4.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Sólveig. Þeir sem endilega vilja borga Icesave skiptast í tvo hópa.

"Vinstri" stjórnin og æstustu aðdáendur hennar ætla að refsa þeim sem kosið hafa (og munu kjósa) einhvern annan fjórflokk en sinn eigin. Þetta þykir svo réttlætanleg krossför að engu skiptir þótt refsingin bitni jafnt á þeirra eigin kjósendum.

Bak við tjöldin kippir svo í spottana útrásarliðið sjálft og það á sína leppa í umræðunni. Aðalmennirnir hafa hreiðrað um sig maktuglega í UK og auðvitað vilja þeir vera þar áfram, óáreittir og óþekktir - svona svipað og stríðsglæpamenn reyna gjarnan.

Fréttatengingin klikkaði hjá mér, en það kemur varla að sök, innihaldið hefur verið rækilega tíundað í fréttum dagsins. :)

Kolbrún Hilmars, 8.4.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þetta er nefnilega málið Kolbrún. Ég þorði ekki að orða þetta svona eins og  þú gerir en þetta tel ég einmitt rétt hjá þér. Hugsaðu þér hvað pólitíkin er mikil tík. Það er ekki verið að hugsa um fólkið, fjölskyldurnar hornstein þjóðfélagsins. Nei þetta er valdapólitík. Þessi ríkisstjórn sem ríkjandi er núna ætti fyrir löngu að vera fallin. VG fékk sín gæluverkefni þ.e. að vernda allt sem vernda má og stöðva þar með allar orkuframkvæmdir og fl. Samfylkingin á sitt gæluverkefni ESB og þar kemst ekkert annað að þó meirihluti þjóðararinnar sé á móti ESB. Það verðir fróðlegt að sjá svörtu skýrsluna 12. apríl n.k.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.4.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já Sólveig, það verður sannarlega fróðlegt að sjá skýrsluna.

Ekki lofar góðu um innihaldið þegar biskupinn mælist til þess að kirkjusóknirnar fjárfesti í plagginu svo prestar geti aðstoðað sóknarbörn sín við lesturinn - í vernduðu umhverfi! :(

Kolbrún Hilmars, 9.4.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband