Björgunarstarf?

Vissulega er ég aðeins einn sófaáhorfanda að eldgosinu - með aðstoð Mílu. En miðað við framvindu náttúruhamfaranna á Fimmvörðuhálsi hefur engum þurft að "bjarga". Öðrum en áhættufíklum á blankskóm.

Ég efa það ekki að björgunarsveitarmenn eru þarna í essinu sínu - en er ekki örlítið ofmælt að kalla þetta "björgunarstarf"?


mbl.is Meta áframhald björgunarstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújú örlítið ofmælt.

Reyndar er alveg ekki rétt hjá þér að þeir hafi engum þurft að bjarga öðrum en áhættufíklum á blankskóm, því allnokkir velbúnir ferðamenn hafa meitt sig eða villst og fengið björgun.

Kalli (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú er komin upp ný frétt; þar hefur heitið "gæsla" leyst "björgunina" af.

Sem er miklu heppilegra nafn á fyrirbærinu... :)

Kolbrún Hilmars, 5.4.2010 kl. 19:03

3 Smámynd: Ibba Sig.

Björgunarsveitir hafa verið afar uppteknar við björgunarstörf frá því að gosið hófst og hafa bjargað tugum, ef ekki hundruðum ferðamanna. Jafnframt hafa þær sinnt öflugri gæslu á svæðinu.

Ibba Sig., 5.4.2010 kl. 20:40

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ibba, það er nú einmitt það! Orðið "björgun" hefur þar með verið verðfellt.

Kolbrún Hilmars, 5.4.2010 kl. 21:04

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nokkrum áhættufýklum var bjargað þarna í fyrstu svo hefur nokkrum verið komið til aðstoðar, þau hefðu nú ekki verið skilin eftir af ferðafélögum sínum sem voru hvern dag í hundruða vís, en gæsla hefur farið Fram, ég er sammála því hún hefur að vísu verið fullöfgakend á köflum en því miður þá þurfti að binda lögreglu og björgunarlið þarna til þess að þau þyrftu svo ekki að fara og bjarga fólki.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.4.2010 kl. 22:39

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, Högni.  Ég var svosem ekkert að sneiða að þessum hefðbundnu fjallaferðum um páska og auðvitað verða hinir færustu fjallamenn fyrir óhöppum svona endrum og eins. 

En mér leið ekkert sérstaklega vel á meðan mitt eigið barnabarn var þarna uppfrá um páskana ásamt sínum björgunarsveitarfélögum.   

Kolbrún Hilmars, 6.4.2010 kl. 12:55

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

:) svona eru mömmur og ömmur og svo verða strákar svona þegar þeir eru orðnir afar, nei ég var að taka undir með þér Kolbrún varðandi orðið/hugtakið að bjarga.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.4.2010 kl. 18:38

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég skildi það líka þannig, Högni :)

Þarna var ég eiginlega komin út fyrir upphaflega efnið og láðist að gera greinarskil. :)

Þær eru áreiðanlega margar mömmur og ömmur (og afar líka)sem hefðu þegið að hafa strákana sína heima um páskana í staðinn fyrir að vita af þeim við vafasamar aðstæður að passa upp á að óvitarnir færu sér ekki að voða - á blankskóm!

Kolbrún Hilmars, 6.4.2010 kl. 19:04

9 Smámynd: Hannes

 Því miður eru alltaf margir sem kunna ekki að haga sér eða vita ekki hvernig eiga að bera sig að sem fara og skoða eldgos.

Þessa einstaklinga á að lata borga kostnaðinn af björgun sinni enda ótækt að það borgi ekkert.

Það þarf ekki mikið útaf að bera þegar óvant fólk er eitt á ferð.

Hannes, 6.4.2010 kl. 23:41

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Hannes. Það er rétt að alltof margir virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að skoðunarferðir að gosinu eru engir Heiðmerkurgöngutúrar.

Ibba hér að ofan telur að tugum ef ekki hundruðum hafi þurft að "bjarga" og ég er ekki frá því að hún hafi rétt fyrir sér. Spurningin er bara hver á að sjá um þá björgun - ekki virðist sem gæslan/forvarnarstarfið hafi virkað sem skyldi.

Menn greinir á um hversu langt eigi að ganga í forsjárhyggjunni, því eins og Högni bendir á þá eru flestir fullfærir að sjá um ferðafélaga sína.

Væri ekki bara ágætt að láta á það reyna?

Kolbrún Hilmars, 7.4.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband