25.3.2010 | 13:08
Já, það er ljótt að mismuna.
Ástæðuna fyrir þessari tilteknu mismunun við úthlutun í gær útskýrir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar í Fréttablaðsviðtali í dag:
"Útlendingarnir mæta snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp."
Það eiga nefnilega allir að vera jafnir og það er engin jöfnun fólgin í því að fullfrískir einstaklingar hafi forgang á þá sem ekki hafa þrek til þess að standa í útibiðröð heilu og hálfa dagana.
Vonandi tekst að finna viðunandi og réttláta aðferð í úthlutunarfyrirkomulaginu.
Mismunun litin alvarlegum augum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála..Það verður að finna leið..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.3.2010 kl. 13:31
Takk fyrir, Sigurbjörg. Eins og ég skil málið, þá snýst það um að þeir sem mest eru veikburða af þeim hjálparþurfi þurfi ekki að gjalda vanmáttar síns. Varla vill nokkur maður að þetta úthlutunardæmi snúist upp í einhvers konar Darwinisma, þar sem þeir sterkustu og hæfustu séu best settir...
Kolbrún Hilmars, 25.3.2010 kl. 15:10
Það er ótrúlegt hvað margir eru snöggir til varnar ef styggðaryrði er beint gegn erlendum ríkisborgurum í þessu landi. Það má ekki tala um að erlendir "farandverkamenn" nánast ryksuguðu upp sjóði Atvinnuleysistryggingasjóðs og nú má ekki segja upphátt frá því að ákveðnir erlendir ríkisborgarar sem eru hér á landi misskilji tilgang starfs Fjölskylduhjálparinnar. Aftur á móti koma mun færri sveltandi og yfirskuldsettum heimilum landsins til varnar.
Það er enginn að segja að fólk af erlendu bergi brotið sem hérna býr eða starfar til skemmri eða lengri tíma eigi ekki fullan rétt á sambærilegri þjónustu og íslenskir ríkisborgarar og á sambærilegri aðstoð. En hjálparstofnanir eins Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd verða að hafa ákveðnar reglur og stjórntæki til þess að ná til fólks sem virkilega þarf á aðstoðinni að halda og reyna að varast að þeir sem eru að misnota þetta (sem bæði íslenskir ríkisborgarar sem og erlendir hafa margoft gert) séu að koma sér í forgangsraðir.
Jón Óskarsson, 26.3.2010 kl. 10:02
Sæll Jón. Já, það er stutt í rasistastimpilinn leggi maður orð í svona umræðubelg.
Það hvarflar ekki að mér að halda það að Fjölskylduhjálpin geri greinarmun á öldruðum, öryrkjum og einstæðum foreldrum eftir uppruna, en eðli málsins samkvæmt má ætla að stærstur hluti þess hóps sé íslenskur.
Svo varð mér brugðið við að lesa yfirlýsingu samtaka erlendra kvenna varðandi hina meintu mismunun. Ég held að þær hljóti að misskilja eitthvað þarna, líklega halda þær að Fjölskylduhjálpin sé ríkisapparat.
Kolbrún Hilmars, 26.3.2010 kl. 12:46
Já það mátti einmitt skilja á fréttaflutningi fjölmiðla í gær að það gæti ákveðins misskilnings hjá fólki af erlendum uppruna varðandi það hverskonar hjálparsamtök Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd eru. Mjög líklegt er að einhverjir haldi einmitt að þetta sé á vegum ríkisins og því meira "sjálfsagt" en ella að þyggja aðstoð þarna.
Jón Óskarsson, 26.3.2010 kl. 14:48
Skyldi vera að þetta þingmannaupphlaup eigi sök á því? Flestir eiga því áreiðanlega að venjast að þjóðþingin skipti sér ekki svo glatt af "einka"málum. ??
Kolbrún Hilmars, 26.3.2010 kl. 16:28
Ég átti nú líka við þingmennina okkar í fyrri athugasemd. Mér finnst þeir hlaup oft upp út af "minnstu" fréttum í fjölmiðlum, en vera ekki eins duglegir að klára stærri mál fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þannig hefur þetta oft verið og mér finnst það oft ekki í verkahring Alþingismanna, allavega ekki inn á þingfundunum sjálfum.
Jón Óskarsson, 26.3.2010 kl. 16:54
Sæl nafna og þið hin. Þetta er nú meiri uppákoman það er óhætt að segja það og þetta mál allt hið undarlegasta. Undarlegast fannst mér að Ásgerður skyldi gleypa þetta allt ofan í sig aftur, ef þetta er eins og þið segið. Ég heyrði hana lýsa því á útvarpi Sögu að hún ætlaði að hafa tvær raðir og sú íslenska hefði forgang þar sem gamla fólkið, fatlaða fólkið og ungu mæðurnar með börnin væru. Nú hefur hún alveg kúvent. Það er rétt að afskipti ríkis og borgar eru undarleg, nema þau séu að setja fé í þetta einkafyrirtæki sem mér finnst nú líka skrýtið. Svo er líka undarlegt hvað fjölmiðlafólkið Eiríkur Stefánsson, Jón Valur Jensson og Arnþrúður útvarpsstjóri hafa " hlaupið upp " út af þessu máli. Ég er ekki viss um að það styrki þetta ágæta fyrirtæki en eflaust vel meint og af greiðasemi við Ásgerði sem vinnur á sömu stöð. Auðvitað þarf að finna lausn og hún er kannski að hafa þetta bara ríkisrekið og í gegnum félagsþjónustuna. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 14:24
Sæl nafna og takk fyrir innlitið. :)
Það yrði sorglegt ef þessi ágætu hjálparsamtök þyrftu að leggja niður starfsemi vegna "mismununar". Þau sem voru upphaflega ætluð til þess að mismuna; þeir sem þurfa fá, hinir ekki!
Ríkið hefur þarna ekkert hlutverk,(annað en það augljósa: að útrýma þörfinni!!)
Þetta er sveitarfélagamál, en hrædd er ég um að flækjufótur myndist í þjónustunni við þá sem þurfa aðstoðina ef engir yrðu sjálfboðaliðarnir.
Skyldi Reykjavíkurborg, eða önnur sveitarfélög, tilbúin til þess að koma upp og kosta alfarið sambærilega matargjafaþjónustu til viðbótar annarri þjónustu félagsmálstofnunar?
Kolbrún Hilmars, 28.3.2010 kl. 18:32
Sæl aftur nafna. Ég held að fyrirtæki sem gefa í þetta fyrirtæki gætu alveg eins gefið til hjálparstofnunar kirkjunnar eða einhverra samtaka sem ríkið ræki. Þau eru að spara sér pening með þessum gjöfum ef ég hef skilið þetta rétt. Sveitarfélögin eru nú að taka við málefnum fatlaðra og auka starfsemi sína með ýmsum hætti og fá til þess fé frá ríkinu. Ég hef svosem mínar efasemdir um hvernig það muni til takast en ekki hef ég alltaf rétt fyrir mér. Ríki og borg eru að setja pening í þetta fyrirtæki sem er eflaust ekki neitt að gagni en nóg til að vilja skipta sér af rekstrinum og eflaust þessvegna hefur Ásgerður bakkað með sína yfirlýsingu. Vona að þú sért hress og kát og þokkalega södd :). Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.