27.1.2010 | 15:08
Það vakna spurningar.
Fengu bresk stjórnvöld leyfi þingsins til þess að skella hryðjuverkalögum á eignir íslenska ríkisins?
Ef ekki, verður breskum stjórnvöldum nú gefinn kostur á afla síðbúins leyfis frá þinginu?
Hefur þessi úrskurður Hæstaréttar Bretlands ekkert lagalegt gildi?
Það er of snemmt að fagna ef Darling og co er þarna gefin flóttaleið til þess að firra bresku ríkisstjórnina ábyrgð á setningu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi.
Lögbrot að frysta eignir meintra hryðjuverkamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beiting hryðjuverkalaganna gegn hagsmunum Íslendinga var algerlega ólöglegt og bótaskylt. Svipaður dómur og þessi sem sagt er frá í Morgunblaðinu var felldur 24. apríl 2008 og aðrir hugsanlega fyrr og síðar. Ekkert nema aumingjaskapur Íslendskra stjórnvalda hindraði að við leituðum réttar okkar.
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/article3806031.ece
Það er ekki bara í Bretlandi sem svona dómar hafa verið felldir, heldur einnig í Evrópu. Ég er viss um að Íslendskir embættismenn hafa hreinlega ekki nennt að skoða málið.
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/678522/
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2010 kl. 20:20
Þakka þér fyrir þetta, Loftur. Hafði ekki tíma til þess að renna yfir Times greinina fyrr en nú, en ég er enn eitt spurningarmerki. Eru þetta ekki bara álit sem þar koma fram?
Sbr:
“The judge was critical that they were introduced as Orders in Council rather than through an Act of Parliament and were therefore not subject to debate by MPs and peers. He also criticised the absence of a procedure for suspects who wanted to challenge their listing as terrorists.”
....
“But Jules Carey, solicitor for G, said that the importance of the judgment could not be overstated. He said: “It is the sovereignty of Parliament that is at stake here, the foundation block of the British constitution. If Government can, without consulting Parliament, give itself powers to create criminal offences and take away fundamental rights then we are watching the sun set on democracy.””
En að sjálfsögðu þykir mér full ástæða til þess að staða Íslands sé könnuð í þessu samhengi - sem vonandi leiðir til skaðabótakröfu. :)
Kolbrún Hilmars, 28.1.2010 kl. 15:00
Þetta eru ekki bara álit Kolbrún, heldur dóma-niðurstöður. Bretskum stjórnvöldum er óheimilt að beita hryðjuverkalögunum á þann hátt sem þau hafa gert gagnvart raunverulegum eða grunuðum hryðjuverkamaönnum. Það er því ljóslega lygi, að þeir geti beitt þessum lögum hvernig og gegn hverjum sem þeim sýnist.
Eins og ég benti á, hafa fallið nokkrir dómar í þessa veru, bæði í Bretlandi og einnig í Evrópu. Það er því sjálfgefið að farið sé með mál okkar fyrir dómstóla og skiptir þá engu þótt einhverjir frestir hafi runnið út. Dómsmálfresti er hægt að fá framlengda, ef rökstutt tilefni er til og það er svo vissulega í okkar tilviki.
Margir lögfræðingar telja miklar líkur til að við ynnum skaðabótamál á hendur Bretska ríkinu. Enginn getur auðvitað fullyrt um úrslit, því að þá væru dómstólar óþarfir. Fréttir af nýjasta dómsmálinu sýnast mér benda til að dómurinn sé meira afgerandi en þessi frá 24. apríl 2008. Ég hef hins vegar ekki lesið yfir dómana, svo að það komi einnig fram.
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.1.2010 kl. 17:04
Takk aftur, Loftur. Ég hef auðvitað enn minna vit á bresku lagaumhverfi en því íslenska, en af blaðagreininni mátti skilja að þetta væri aðeins svona prívatálit hæstaréttardómarans (Collins)þ.e.; "he was critical" - "he also criticised" og hins vegar sambærilegt álit lögmannsins (Carey) þar sem hann notar "if" í tengslum við sjálftekt breska fjármálaráðuneytisins.
Enda mátti skilja af MBL greininni að breski hæstirétturinn hefði ekki tekið af skarið, heldur gæfi ráðuneytinu tækifæri og fresti til þess að leiðrétta fljótfærni sína og sjálftekt gagnvart þinginu.
Það má svosem vel vera að bresk lög leyfi afturvirkar leiðréttingar á svona valdníðslu, en fyrir okkar íslensku parta myndi ég ekki telja það frágangssök hvað varðar skaðabótamálssókn.
Kolbrún Hilmars, 28.1.2010 kl. 17:39
Ég er sammála Kolbrún, að þetta er dálítið undarlega að verki staðið, að gefa framkvæmdavaldinu tækifæri til að fá sérstaka lagaheimild og á meðan tekur dómurinn ekki gildi. Við eigum þó eftir að sjá hvernig þingið tekur á þessu !
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.1.2010 kl. 18:14
Loftur, það er málið og ég bíð spennt eftir lokaniðurstöðunni. Því miður virðist sem það kosti heilan mánuð í bið samkvæmt frestinum sem "our Darling" var gefinn! :)
Kolbrún Hilmars, 28.1.2010 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.