Sama og þegið - takk!

Þver-pólitísk samninganefnd er alveg jafnslæm og ein-pólitísk nefnd. Þar sem við höfum nú þegar reynsluna af slíkri nefnd er algjört lágmark að FAGFÓLK verði valið í næstu samninganefnd.

En ekki deginum fyrr en við erum búin að greiða atkvæði okkar í þjóðaratkvæðagreiðslu og fella núverandi hörmungarsamning!


mbl.is Þverpólitísk nefnd um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Kolbrún.

100% Sammála !.

Kveðja..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér stuðninginn, Þórarinn.

Kolbrún Hilmars, 17.1.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Já sammála þér Kolbrún.  Ég hef áður tjáð mig um það að við eigum að setja okkar færasta og best menntaða fólk í samninganefnd. Þetta á heldur ekki að vera einhver fámenn nefnd og það allra síst skipuð atvinnustjórnmálamönnum og hvað þá "eftirlaunaembættismönnum" eins og ég hef kosið að kalla þá einstaklinga sem skipuðu síðustu samninganefnd.  Þó svo þeir ágætu einstaklingar hafi skilað ágætu starfi í gegnum tíðina þá voru þeir ekki á réttum stað og engan veginn hæfir til þess að semja fyrir hönd þjóðarinnar í þessu mikilvæga máli.

Fólk sem á að skipa þann hóp sem semur fyrir okkar hönd þarf að vera skipað sérfræðingum á mörgum sviðum, ekki síst á sviði alþjóðaréttar.   Á bak við þá nefnd þarf að vera "her" fólks með sérþekkingu á ýmsum málum sem og að leita til færustu aðila erlendis. 

Ég er alveg til í það (og hef verið frá byrjun) að við kostum til hundruðum milljóna í það að setja hæft fólk í málið, en það að ætla að setja áfram atvinnustjórnmálamenn mun ekki skila neinum árangri.  Við eigum líka að setja fjármagn í kynningarstarf á okkar málstað.

Við verðum að átta okkur á því að á hverju ári borgum við, sem svarar nýju hátæknisjúkrahúsi, bara í vexti eins og málið stendur núna.   Það má því kosta til verulegum fjármunum til þess að ná þeirri tölu niður.  Þeim peningum væri virkilega vel varið.

Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband