Allur stuðningur gegn Icesave er vel þeginn.

En enginn fjórflokkanna getur leyft sér að meta svo að skoðun almennings, þótt samhljóða sé, jafngildi stuðningi við einhvern sérstakan fjórflokk.

Forsetinn hefur fært þjóðarviljann á ögn lýðræðislegra svið en fjórflokkurinn býður upp á. Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu verður aðeins spurt um afstöðu til Icesaveábyrgðar - fjórflokkurinn þarf að bíða til næstu alþingiskosninga eftir staðfestingu á þjóðhylli sinni.

Nú á grasrótin orðið!


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tek undir þetta Kolbrún. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2010 kl. 20:41

2 identicon

Verst samt að samfylkingin skilur það ekki svo, samanber orð Þórunnar Sveinbj og fl.

(IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir athugasemdirnar, Anna og Silla.

Mér finnst það alveg óþolandi ef fjórflokkurinn ætlar að skipta sér af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mín vegna mega stjórnmálamenn tjá sig um sína afstöðu eins og þeir vilja - en þó aðeins sem einstaklingar.  Það er jú meiningin að þeir fái að kjósa líka. 

Kolbrún Hilmars, 10.1.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Halla Rut

VG og Samfylkingin reyna hvað þau geta nú til að láta þetta snúast um flokka. Þetta hefur bara ekkert með flokka að gera. Þetta hefur með sjálfstæði okkar og afkomu að gera.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 17:35

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Algjörlega sammála þér, Halla, og takk fyrir innlitið.

Mikið er gaman að sjá að þú ert búin að dusta rykið af lyklaborðinu :)

Kolbrún Hilmars, 11.1.2010 kl. 17:43

6 Smámynd: Halla Rut

Ég er búin að vera svo upptekin en ég ákvað að stofna nýtt fyrirtæi í kreppunni en ég er svo staðföst í þeirri trú minni að ávallt skal róa hraðar þegar á móti blæs.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband