Vetur konungur ögrar hnatthlýnun

Ríki hans gerir það ekki endasleppt á norðurhelmingi landsins.  Hófst í september s.l. og sér ekki enn fyrir endann á þótt liðið sé á maímánuð.   Vestfirðingar, norðlendingar og austfirðingar norðanvert mega eflaust þakka fyrir að fá svo mikið sem einhvers konar vor þá 3-4 mánuði sem eftir eru til næsta hausts.  Svona rétt á meðan vetrarsnjórinn bráðnar í byggð og þangað til næsti haustsnjór fellur.

Það verður að viðurkennast að svokölluð hnatthlýnun hlýtur að vera eitthvað orðum aukin.   Spár um komandi nýja ísöld hljóma að minnsta kosti trúverðugri. 

En ef til vill er Vetur konungur bara móðgaður og finnst veldi hans hafa verið lítillækkað... 

 

 

 

 


mbl.is „Það sá varla á milli húsa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband