Pirraður miðborgarstjóri

Nú er hann pirraður útí nagladekkin.  Þó má leiða rök að því að margt nagladekkjafólk er ekki vísvitandi að hrekkja borgarstjórann, heldur þurfa margir að sækja borgina heim sem hafa þó sýnt þá kurteisi að taka snjókeðjurnar undan bílunum fyrir utan borgarmörkin.

En það eru svosem ekki bara nagladekkin sem pirra borgarstjórann.  Á síðasta ári voru einhverjar aspir í miðborginni að pirra hann.  Þessi tré lét borgarstjórinn fjarlægja.  Eftirmálalaust.  Nú í vor hafa aspir og fleiri ofvaxin tré pirrað íbúa í úthverfum - og mega líklega sæta málshöfðun fyrir að krukka við þeim.

Það er slæmt að eiga borgarstjóra sem er aðeins pirraður staðbundið - í R-101.

 


mbl.is Nagladekk pirra borgarstjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband