20.2.2012 | 18:11
Hræsni
Merkilegt hvað hinir "ýmsustu" kerfisins menn eru sammála, þótt ekki alltaf sé tengingin augljós.
Í MBL dagsins á forsíðu segir: "Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægast að hjálpa þeim sem verst standi".
Á innsíðu er grein eftir Illuga Gunnarsson stjórnarandstöðuþingmanns sem segir: "Áhyggjur mínar lúta einkum að þeim hópi sem þrátt fyrir niðurfærslu í 110% af verðmæti fasteignar getur ekki staðið í skilum...".
Sömu skoðanir hefur velferðarstjórnin sjálf áður viðrað, eins og flestir þekkja.
Fáir, ef nokkrir ráðamanna, hafa áhyggjur af þeim skuldurum sem tekst - enn sem komið er - að standa skil á greiðslum þótt fyrrum eignarhluti þeirra í eigin íbúðarhúsnæði nálgist ískyggilega núllið.
Lái mér sá sem vill þótt ég dragi af ofangreindu þá ályktun að ENGINN ráðamaður hafi áhyggjur af stöðu heimilanna fyrr en lán þeirra detta í undirmálspott lánafyrirtækjanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)