Þótt fyrr hefði verið!

Forseti ASÍ hefði átt að gera sér grein fyrir því frá upphafi að þeir 100 þúsund launþegar, sem samtök hans eiga að gæta hagsmuna fyrir, spanna allt pólitíska litrófið.

Þannig er það ekki við hæfi að forsetinn sé á nokkrum tíma flokksbundinn einum stjórnmálaflokki frekar en öðrum. 

Launþegar eru ekki að hugsa um flokkspólitík þegar kjarabarátta þeirra er annars vegar.  Að sama skapi á forystumaður þeirra ekki að vera háður flokkspólitík. 

Þ.e.a.s. vilji hann vera hafinn yfir ásakanir um hlutdrægni og að fórna hagsmunum umbjóðenda sinna í þágu stjórnmálaflokksins síns.

Batnandi manni er besta að lifa - Gylfi fær prik frá mér í dag!

 


mbl.is Gylfi segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband