Brjóstapúðamál

eru efst á baugi þessa dagana.  Sýnist sitt hverjum um hvort ríkissjóður eigi að kosta fjarlægingu þeirra gölluðu.  Sumir virðast ganga út frá því að stór hluti púðanna hafi verið settir upp eftir brjóstakrabbamein og/eða að sjúkratryggingar nái yfir alla púðana.

Nú hef ég engar tölulegar upplýsingar um hvernig þessar "púðaaðgerðir" eru tilkomnar; af nauðsyn eða fagurfræði.   En þar sem mér er málið svolítið skylt þá þætti mér fróðlegt að sjá raunverulegar tölur í því efni.

Miðað við það sem ég þó veit um brjóstaaðgerðir vegna krabbameins þá eru flestar þær konur sem ég þekki sem hafa valið brjóstauppbyggingu úr eigin líkamsvefjum.  Hinar eru fleiri sem hafa valið að fá sílikonpúða í brjóstahaldarann.  Ég er ein af þeim, en af áratugs reynslu myndi ég aldrei gangast undir aðgerð til þess að setja púðann undir húðina.  Það þarf nefnilega að skipta um þessa "utanborðspúða" í brjóstahaldarann á eins eða tveggja ára fresti.

 


Bloggfærslur 11. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband