Eru Japanir ábyrgir fyrir 9/11?

Eflaust finnst einhverjum þessi spurning "út í hött" -  en er það svo, sögulega séð? 

Þeir sem þekkja söguna vita að USA og þegnar þess  höfðu engan áhuga á erlendum stríðsrekstri  eftir björgunaraðgerðina í WWI. 

Einnig að hart var sótt af evrópskum (síðar bandamönnum) að USA endurtæki leikinn í WW2, en bandaríska þjóðin harðneitaði því að blanda sér í stríðsátök erlendis sem kæmu þeim ekkert við.

Þetta viðhorf breyttist á nokkrum klukkutímum eftir árás Japana á Pearl Harbour árið 1941:
Ef hlutleysi tryggði USA ekki frið,  þá þyrfti ríkið að beita öðrum aðferðum. 

Sérstaklega þeim sem teldust fyrirbyggjandi.   Sem heimsbyggðin hefur síðan fengið að kynnast síðustu 70 árin.

Gæti verið að 9/11´01 sé þannig bein og rökrétt afleiðing af 12/7´41?


Bloggfærslur 11. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband