Endursýning: Ísland forfeðra okkar.

Eldur er uppi eins og oft áður.  Nú í Grímsvötnum og eldstöðin spýr ösku og eimyrju yfir byggðirnar.

Íbúum eru bannaðar allar flóttaleiðir.  Hvort heldur sem er gangandi, á hesti eða bíl.  Sjóleiðin er ekki valkostur á stærstum hluta svæðisins.

Öskuskýið lokar öllu á suðurlandinu, hávaðarokið á suð-austurlandinu,  stórhríðin og snjóþyngslin þar fyrir norðan.

Þrátt fyrir alla nútímans tækni er ástandið ekkert skárra en  á öldum áður - samt segir tímatalið okkur að hérlendis eigi að vera komið sumar.  

Nú vitum við hvernig langa-langa-langa-afi/amma höfðu það hér í den.


Bloggfærslur 23. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband