10.5.2011 | 17:39
Óboðnir gestir, tvífættir og fjórfættir
Greinilega fer báðum tegundum fjölgandi.
Skemmtileg tilviljun að skoðanakönnun Bylgjunnar varðandi ísbirni komi upp á sama degi og þetta þjófnaðarmál. Það má nefnilega vel yfirfæra ísbjarnarspurningarnar á þessa lánlausu tvífætlinga:
a) skjóta þá strax
b) svæfa og senda til síns heima
c) læra að lifa með þeim
Svör a) og b) eru hönnuð til þess að leysa snarlega allan vanda.
En c) kallar á vopnaburð.
Allflestir kjósa frekar taka með sér börnin í berjamó en riffilinn. En ef hugmyndin er að læra að lifa með ísbjörnum, líkt og menn gera á Svalbarða, þá er það varla þorandi.
Spurningin er bara hvernig ætlast sé til að fólk verjist hinum tvífættu vörgum?
![]() |
Staðnir að þjófnaði daginn eftir komuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2011 kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)