Hvað með krúttlegu ESB paradísirnar?

Ekki eru þær á lista Sarkozy. Komið hefur fram í fréttum að Luxembourg og Kýpur viðhafi svipaða bankaleynd og Sviss og Lichtenstein.

Síðarnefndu löndin tvö eru á lista Sarkozy og eru ekki aðildarríki ESB. Hin tvö fyrrnefndu eru hins vegar ekki á listanum, en tilheyra ESB. Skyldu þau vera aðgengilegri, hvað varðar upplýsingagjöf, fyrir innvígða í ESB en aðra?

Hvað sem því líður; íslenskum rannsóknaraðilum hefur reynst erfitt að klifra yfir bankaleyndargirðinguna í Luxembourg.


mbl.is Sniðganga skattaparadísir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband