29.11.2011 | 18:01
Ljóta ruglið
Það þarf að vera alveg skýrt hvort þessi skattlagning beinist að eigendum orlofshúsa almennt eða þeim sem selja út gistingu í atvinnuskyni.
Stéttarfélög eru skráð fyrir orlofshúsaeign vegna framlaga félagsmanna sinna, sem eru hinir raunverulegu eigendur. Gjaldtakan vegna "leigunnar" er svo hugsuð á sama hátt; endurgjald sem ætlað til þess að standa undir rekstrarkostnaði.
Á meðan þeir einstaklingar sem fjáðari eru og hafa ráð á því að eignast sín eigin prívat orlofshús sleppa við gistináttaskatt, er alveg gjörsamlega út í hött að skattleggja hina sem einungis geta eignast hlut í einu slíku nema sem sameignarorlofshús. Skiptir engu máli hver formlega annast reksturinn.
Ég átti ekki von á því að stéttarfélögin gleyptu þessa skattlagningu svona mótmælalaust.
![]() |
Hækkar leigu á orlofshúsum um 100 kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |