6.12.2010 | 18:46
Skemmdarverk?
Salmonellusmit á íslenskum kjúklingabúum eru orðin 50 á þessu ári. Sem voru nær óþekkt fyrirbæri fyrir aðeins 3 árum. Enda er eftirlit með matvælaframleiðslu hér á landi með því strangasta sem gerist.
Er einhver hagsmunaaðili vísvitandi að brjóta niður íslenska framleiðslu til þess að greiða fyrir innflutningi frá erlendum kjúklingaverksmiðjum?
6.12.2010 | 18:09
Enn flækjast málin!
Samkvæmt þessari Droops-aðferð þýðir að greidd atkvæði - alls 80.000 um 25 sæti - að allir hafi kosið sömu röðun í sætin 25, sem gerir 3200 atkvæði í hvert sæti. Sem er hið besta mál ef kosningin er rússnesk.
Auðvitað er svolítið seint að spyrja núna; EN:
Hvaða reglur áttu eiginlega að gilda um þetta fyrsta almenna persónukjör í sögu lýðveldisins?
![]() |
Stjórnlagaþing til Hæstaréttar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |