Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Gengi íslensku krónunnar styrkist - hægt og bítandi.

Útflutningsfyrirtækin hafa notið gengishruns krónunnar og vilja áreiðanlega (að vanda) viðhalda því ástandi sem lengst. 

En innflutningur er ekki síður mikilvægur.  Hérlendis þarf að flytja inn öll nauðsynleg tæki og vélar fyrir atvinnufyrirtækin; útflutningsfyrirtæki sem önnur.  Skynsamleg gengishækkun gerir þessum aðilum auðveldara að endurnýja tækjabúnað eða einfaldlega kleift að ráða við innkaupin í stað þess að leggja niður starfsemina vegna tækjaskorts.

Það sem ég hef þegar séð í bókhaldsuppgjöri innflutningsfyrirtækja vegna ársins 2008 er svo stórfellt gengistap að ríkissjóður kemur ekki til með að innheimta af þeim neinar skattatekjur umfram tolla og virðisaukaskatt á þessu ári - ef til vill lengur.

Nú hefur gengisvísitalan lækkkað niður í u.þ.b. 190 stig - en betur má ef duga skal.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband