Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2009 | 20:47
Plastpokar!
Plastpokar frá Plastprent hf gera mér lífið leitt þessa dagana. Eiginlega miklu leiðara en jafnvel IceSave tuggan, misheppnaðir Seðlabankastjórar og duglausir alþingismenn.
Það eru nefnilega litlu hlutirnir sem taka mest á þolinmæði okkar heimilishaldara, svona hvunndags.
Plastprent hf hefur greinilega tæknivætt sig nýlega, keypt inn hagkvæmar plastpokamaskínur sem rúlla heimilisplastpokunum upp í pakkningar sem spara fyrirtækinu áreiðanlega stórfé - eða að minnsta kosti vona ég að einhverjum komin nýjungin til góða. Mér koma þessir plastpokar bara í vont skap í hvert sinn sem ég þarf á þeim að halda.
Nýju plastpokarnir koma semsagt upprúllaðir, svo þéttir og loftlausir að það er ekki nokkur einasta leið að opna þá TIL ÞESS AÐ NOTA ÞÁ! Ég hef beitt öllum brögðum; reynt að þvæla þá, stinga á þá göt með hnífi, blóta þeim - en það hrífur ekkert. Þessa plastpoka er ekki hægt að opna með góðu!
Eins og ekki sé nóg á okkur lagt þessa dagana...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2009 | 19:34
Af hverju ég nenni að blogga?
Góður vinur spurði nýlega "Hvernig nennirðu þessu?" Mér varð fátt um svör og ég þurfti að fara í smávegis naflaskoðun hvað það varðaði. Eftir að margar með og á móti hugrenningar höfðu rúllað í gegnum um hugskotið fann ég bara eitt viðeigandi svar:
"Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég innum gluggann þreytti flugið mitt.
Og þótt ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt."
Semsagt, kæri vinur, ég hef engan áhuga á því að móta skoðanir þínar en vil þó vekja þig til umhugsunar.
Bloggar | Breytt 31.1.2009 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2009 | 14:15
Anarkismi
er athyglisvert fyrirbæri. Í grófum dráttum má segja að anarkismi sé ein aðferð þjóðfélagsfyrirkomulags, eða hömlulaus frjálshyggjustefna.
Anarkismi byggist á algjöru stjórnleysi; þar eru engin stjórnvöld, engin lög; einstaklingshyggjan ræður. Dýrin í skóginum þurfa að koma sér saman - eða ekki.
Þau hæfustu lifa af - rétt eins og Darwin kenndi.
Fjárglæframenn settu þjóðina á hausinn því það voru engin stjórnvöld og engin lög sem settu þeim hömlur.
Við íslendingar höfum þannig undanfarið fengið að reyna anarkismann á eigin skinni. Viljum við meira af slíku?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2008 | 18:57
Faðmlag í Kringlunni
frá bláókunnugu fólki? Nei, takk.
Fyrir það fyrsta, hvernig má ég vita hvort faðmlagið er gefið af góðum hug eða til þess að komast í návígi við veskið mitt?
Fyrir það næsta, við eigum öll okkar "persónulegu" landamæri sem aðeins við sjálf gefum öðrum leyfi til þess að stíga yfir.
Faðmarar, vinsamlega sýnið ykkur ókunnugu fólki tillitssemi og virðingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2008 | 17:45
Krabbamein - glíman við óttann.
Útdráttur úr grein blaðakonunnar Jeanne Sather sem lést stuttu eftir að þessi grein birtist í Seattle Weekly í desember 2003:
Running With Fear. Confessions of a breast cancer poster child by Jeanne Sather.
"My career as a breast cancer poster child began in October 1998, shortly after surgeons removed my right breast. Just a few weeks later, the first chapter of Jeanne's Diary went live on the now-defunct OnHealth Web site, with 13 more chapters to follow over the next nine months or so. I wrote each chapter in the momentin the early morning when the whole world was asleep but me, or whenever I was overwhelmed. I wrote about my fear of chemotherapy, insurance problems, going bald (twice!), a woman in my support group who died, and about my children, who struggled with their fears that I would die.
..
FEAR: THE LIST
I live with fear. I think every cancer patient and every cancer survivor does. Ever since that first bout with breast cancer more than five years ago, the fear has been like an alien hand, sometimes squeezing my throat, making it tough to breathe, sometimes wrapping itself around my heart. We do our best to make the fear go away, with drugs if possible. And it's a brave doctor who says the "F" wordfearto a patient. Usually, it's "anxiety" that we are coping with, or "stress." Here are my fears, large and small: Dying, of course. Leaving my children without a mother. Pain. Needles and nasty medical procedures. Being unable to support myself, or perhaps, even to brush my own teeth. Oh, the indignity of that. And, always, the constant fear that the cancer will return
WHOSE DISEASE IS THIS?
I'm the one with cancer. It's my disease, and I get to make the decisions about how I'm going to live with this disease and what treatments I will agree to do. My doctors, bless them, understand this. But many friends and family members don't. They try to tell me what I should do, despite the fact that I have never asked for their advice. One relative, who happens to sell high-priced vitamins, pushed me to add her brand of vitamins to my regimen while I was in chemotherapy. When I told her that my doctor asked me not to take vitamins during chemo, because they may interfere with its effectiveness, she said, "Doctors don't know what they are talking about." In fact, my doctor does know what he is talking about. But that's not really the point. It's my disease. I get to make the decisions. If I want to eat peach pits and douse myself with holy water from Lourdes, it's my decision. At this moment, I'm battling with a friend who thinks she knows better than I do about my life and my cancer treatment. I told my friends in an e-mail dated Oct. 1, "I do not want to discuss the treatment that I will be getting, reasons for the treatment, or anything related to that. I am satisfied with the recommendations of my doctors, and find it exhausting to talk about. . . . " Despite that message, this friend keeps trying to tell me what to do. Now you might be thinking that I should be grateful for the many friends I have who are concerned about me and want to help. Yes, I am grateful, but being badgered to revisit decisions that I made and am comfortable with is no help at all.
KEEP YOUR FEAR TO YOURSELF
This whole long article is about my fear, and how I take that fear and make lemonade out of it. I think I cope pretty well with my feelings, and I'm always available to my children, to help with whatever problems or fears they might have. But I cannot cope with other people's fear, and it's astonishing how often friends and family come to methe person who is sickto help them feel better about the fact that I am sick and may die soon. I have literally spent hours on the phone with my grieving friends, telling them that it's OK, that I will be fine . . . and when the conversation is over, I am exhausted. An offshoot of this is telling a person with cancer all your personal cancer horror stories. Don't do this. This is unkind. A friend reminds me that it is a common coping mechanism to automatically mention that your father or mother or brother died of cancer when confronted with someone who has the disease. And he goes on to suggest that a thoughtful friend would listen and offer support, without dumping his own cancer tragedy on someone who is sick, and in that way find comfort for his own loss.
I agree, and I'm not suggesting that the people who care about me don't need to vent their emotions, including their fear, but not to me. I can't handle it."
----------
Þessi stytti útdráttur fjallar um óttann og er einungis hluti af blaðagreininni allri. Ef til vill birti ég fleiri útdrætti síðar, því skrif Jeanne Sather heitinnar um viðhorf krabbameinssjúklings bæði inná við og útá við er bæði raunsætt og skynsamlegt - að auki jafnvel leiðbeinandi fyrir aðstandendur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 14:21
Túlkur óskast!
Er ýmsu vön í ruslpóstsmálum en þessi slær fyrri met:
贵公司负责人(经理/财务)您好! (这是一封善意的邮件,如有打扰请谅解)。
你好!我公司(深圳市新世纪实业有限公司)是连盟代理公司,在全国各大城市
设有分公司。因业务关系,进项多销项少现有多余一部分<<普-通-税-票>>可以优惠
对外代开如下:工商企业、货物销售、广告、服务业、建筑安装、内河(国际)运输、
废旧物资等<<发-票>>。
收费标准:<<普-通-税-票>>2%-0.8%,可以先验证后付款!
此信息在全国范围内长期有效, 如须进一步洽商:
联系人:林文彬
手 机:159-7767-0489         
          
深 圳 市 新 世 纪 实 业 有 限 公 司
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.10.2008 | 15:06
Á aðeins léttari nótum í dag
og legg fyrir ykkur smágestaþraut.
Mínir uppáhaldsstjórnmálamenn eru, í stafrófsröð: Geir H. Haarde, Steingrímur J. Sig., Össur Skarphéðinsson.
Hvaða stjórnmálaflokki er ég líkleg til þess að greiða atkvæði í þingkosningum?
PS: það er bannað að segja eitthvað ljótt um ofantalda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2008 | 19:29
Eru "saumaklúbbar" að hreiðra um sig á blogginu?
Spyr svo, því mér þykir merkileg áráttan hjá mörgum bloggurum að draga sig saman í klíkur eftir því hver er sammála hverjum og hvenær.
Er félagslegum þroska þessara bloggara virkilega svo áfátt að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að líkindin til þess að fyrirhitta annan einstakling sem er alltaf sammála í öllum málefnum eru svo lítil að þau jafngildi einungis andlitinu sem viðkomandi sér í baðspeglinum morgun hvern?
Hafa þessir bloggarar aldrei lært að um sum málefni er fólk sammála en ekki önnur?
Hafa þessir bloggarar ekki alist upp í fjölskyldu eða með vinahópi og lært að hver og einn einstaklingur er sérstakur og myndar sér sínar eigin hugmyndir, hver með sínu "nefi", um menn og málefni?
Eru þessir bloggarar virkilega svo þröngsýnir að velja sér vinahóp, bæði prívat og á blogginu, sem eru annað hvort mest sammála eða auðþvingaðastur til þess að hoppa þegar einhver segir HOPPA?
Hafa þessir bloggarar aldrei uppgötvað að "á misjöfnu þrífast börnin best" og það að vera opinn fyrir öllum sjónarhornum, sem á hverju málefni eru aldrei færri en tvö, og það að velja sér viðmælendur, ef ekki vini, úr sem fjölbreyttustum skoðana- og trúarhópi gefur mest af sér?
Já - ég bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.9.2008 | 22:24
Til þess að þóknast klukkinu
og Skattborgara
4 störf um ævina - í tímaröð til 6 ára eða lengur:
bankastörf, aðalbókari í "kerfinu", stéttarfélagsstörf, eigin rekstur
4 bíómyndir, valdar af handahófi:
Fantasía, The Birds, They shoot horses, don´t they?, Karlakórinn Hekla
4 búsetustaðir:
Flateyri, Borgarfjörður, Kópavogur, Reykjavík
4 staðir í fríum, valdi nokkrar eyjar, hinir eru of margir:
St.Thomas, Jersey, Singapore, Batam
4 netsíður utan bloggs:
Veðurstofan, BBC, CNN, Yahoo
4 uppáhalds"matar":
Lambahryggur, Sole meunière, humarsúpa, skelfiskveisla
4 bækur, þar vandast málið!:
Silver wings santiago blue, The pillars of the earth, Glide path, Öldin okkar, svo ég nefni nú bara þær sem síðast vermdu náttborðið mitt
Hér með er kvöðin upptalin en þar sem ég er síðust í mark er enginn eftir til þess að klukka - nema að byrja upp á nýtt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2008 | 19:01
Húsmóðir í Vesturbænum
var alþekkt í lesendadálki moggablaðsins hér áður fyrr. Ég hélt að hún væri löngu gleymd en mér til mikillar ánægju hef ég oft séð frúna nefnda hér á blogginu undanfarið.
Þegar ég stofnaði Nöldurhornið mitt grunaði mig ekki að það kynni að eiga einhverja samsömun við þessa gömlu nöldurskjóðu. Það yrði líka ótrúverðugt ef ég tileinkaði mér týpuna því hér vesturfrá hef ég aðeins búið í áratug. Enda leyfi ég mér að fullyrða að það er ekki vestangarrinn hér sem skapar nöldurskjóðuna - ég var svona þegar ég flutti hingað.
Lengi lifi húsmæður í Vesturbænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)