3.6.2017 | 12:54
Furðulegt mál
Samkvæmt fréttum var hæfnisnefndinni aðeins ætlað að meta hæfni umsækjenda en Alþingis að velja úr og ráða þessa 15 dómara sem Landsrétturinn þarfnast. Því er óheppileg tilviljun að hæfnisnefndin hafi aðeins fundið nákvæmlega 15 hæfa - rétt eins og henni sjálfri hefði verið falið að ráða þá.
Ástráður stefnir ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2017 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2017 | 16:55
Klúður!
Það er óskiljanlegt af hverju umferðarljósin við Lönguhlíð voru ekki tekin úr sambandi.
Þannig hefði umferðarflæðið orðið óhindrað frá Kringlumýrarbraut í Vatnsmýrina - og í hina áttina auðvitað líka - þar sem báðum megin eru 3 til 4 akreinar til þess að taka við umferðinni. Auk þess eru undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Lönguhlíð undir Miklubrautina.
Mengun við Miklubrautina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2017 | 17:22
Viðbúnaður - viðbrögð
- en hvað með forvarnir? Forvörnum er óspart beitt á okkur almúgann í öðrum og saklausari málum þannig að fyrirbærið ætti ekki að vera ráðamönnum ókunnugt.
Óbreytt viðbúnaðarstig hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2017 | 18:56
Gott mál - en frekari skýringar vantar
Hvernig er verðlagning á bensíni reiknuð og af hvaða stofni er ríkisskatturinn reiknaður? Sem mér hefur skilist að sé stærsti kostnaðarliðurinn við útsöluverðið. Er sá skattur reiknaður af innkaupsverði eða útsöluverði?
Hvar og af hverjum kaupir Costco bensínið? Flytur Costco það inn á eigin afsláttarverði og niðurgreiddum flutningskostnaði og þar með á lægri skattstofni? Er það skatturinn sem tapar á meðan neytendur hagnast?
Eins og framkvæmdastjóri FÍB segir; neytendur vilja skýringar á verðlagningunni.
Selur lítrann af bensíni á 169,9 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2017 | 16:50
Rangt!
Í fréttinni er einmitt boðuð þrenging Miklubrautar. Eins og segir; akrein í vesturátt verður lokað í fyrstu, síðan þarf að loka fleirum. Sem er alvarlegt mál, því gatan er þjóðvegur í þéttbýli og eina tengingin sem eftir er milli vestur- og austurhluta borgarinnar eftir að tappinn var settur í Sæbrautina.
En að öllu þessu brambolti loknu verður engin breikkun á Miklubraut.
Breikkun Miklubrautar að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2017 | 16:05
Ekki nýtt fyrirbæri
Þessi frétt gæti verið frá 1950, en þá þurftu ungar "tískusinnaðar" konur að standa í biðröð til þess að kaupa sér gúmmíbomsur. Að vísu með skömmtunarseðla tiltæka.
Á annað hundrað biðu eftir skópari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2017 | 14:40
Neytandinn greiðir - seljandinn innheimtir
Umræðan um hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustunni er villandi. Af henni mætti halda að ferðaþjónustufyrirtækin þurfi að greiða vaskinn. En þannig er það ekki; það er alltaf neytandinn sem greiðir að lokum.
Hins vegar nýtur ferðaþjónustan, umfram aðrar atvinnugreinar, þess að reikna lægra VSK-þrepið af tekjunum og fá til frádráttar kostnað á hærra VSK-þrepinu, og jafnvel endurgreiðslur á mismuninum úr ríkissjóði.
Margir rekstraraðilar vildu gjarnan njóta sömu fríðinda.
Segir breytingar á VSK ámælisverðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2017 | 17:27
Afleiðingar Brexit eru að renna upp fyrir aðildarþjóðum ESB
nú þegar bretar ætla að endurheimta yfirráðin yfir efnahagslögsögu sinni. Væntanlega munu fleiri strandþjóðir á meginlandinu gera sömu kröfur. Verst að þær geta ekki samið beint.
Danir vilja veiða áfram við Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2017 | 16:43
Full ástæða er til að leita mannsins
- samkvæmt fréttum ók hann niður fjölda fólks og stóð svo í skotbardaga við sjálfan sig á a.m.k. tveimur stöðum í borginni á sama tíma. Eða svo segja fréttir um atburðarásina.
Sænska lögreglan lýsir eftir manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2017 | 17:28
Forðum voru alltaf dyr vinstra megin
- við bílstjórasætið. Er hætt að framleiða rútur með þeim neyðarútgangi?
Komust ekki út úr rútunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |