Hvað með súrefnisgrímurnar?

Þeim er ætlað að detta sjálfkrafa niður ef loftþrýstingurinn fellur niður fyrir hættumörk.

Á ekki að vera jafnsjálfsagt mál að húrra þeim niður, handvirkt ef þarf,  ef farþegunum liggur við köfnun af reykjarstybbu?


mbl.is Skildi ekki hvers vegna ekki mátti opna glugga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er fólkið?

Er miðborgin alltaf svona dauð á laugardögum á milli kl. 10 og 14?    

 


mbl.is Bíllaus miðbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðsetning skiptir líka máli

Ef "þjóðin" ætlar að byggja allsherjarspítala , sem endast á næstu 100 árin, þarf að velja honum stað sem gæti gagnast þjóðinni allri, hvað sem á dynur.

Það er ekki bara kostnaðinn sem þarf að meta, heldur líka staðarvalið.  Það er heimskulegt að troða þessum "landsspítala" niður í miðborg Reykjavíkur.  Sama þótt einhverjir örfáir  starfsmenn búi í næsta nágrenni og geti ýmist gengið eða hjólað í vinnuna.   Sjúklingarnir sjálfir ferðast nefnilega flestir hverjir með sjúkrabíl.   Sumar göngudeildir og hjúkrunarvistun mætti hins vegar vel hýsa á gamla spítalanum við Hringbraut, til þess að nýta húsnæðið.

Miklu betri kostur fyrir nýjan og rándýran hátækniþjóðarspítala væri  t.d. Keldnaholt.  Þar er gott aðgengi úr öllum áttum; norðan, austan, sunnan og vestan að.  Bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.

 

 

 


mbl.is Óvissuþættir í kostnaði nýs spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuþátttaka við neðri þolmörk?

Samkvæmt nýjustu tölum eru íslendingar um 320.000.

Óvinnufærir (börn, aldraðir, sjúkir, fatlaðir) eru 96.000.
Á vinnufærum aldri eru 224.000. 
Utan vinnumarkaðar eru því óvinnufærir og vinnufærir samtals 152.000.
Starfandi eru 168.000 - eða 52,5% mannfjöldans.

Hver starfandi einstaklingur framfleytir því að meðaltali u.þ.b. einum öðrum að auki.  Þar með talið er láglaunafólk sem framfleytir varla sjálfu sér.

Erum við ekki komin að hættumörkum í þessum efnum?

 


Reykjavík norður og Reykjavík suður

Illugi leiddi listann í RN og Guðlaugur Þór í RS í þingkosningunum 2009.

RN Illuga fékk 21,4% fylgi(36,4% árið 2007),tapaði 2 kjördæmakjörnum þingmönnum.

RS Guðlaugs fékk 23,2% fylgi(39,2% árið 2007), tapaði 2 kjördæmakjörnum.

Í hvoru kjördæminu mun Hanna Birna gefa kost á sér til þess að leiða listann næsta vor? Ef henni leyfist það og felli annan hvorn þessara heiðursmanna í prófkjörinu, verður gaman að sjá samanburðartölur RN og RS eftir kosningar.


mbl.is Þrjú vilja leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmyndun í innflutningi

Því hefur verið lofað að ef íslendingar gangi í ESB muni matvöruverð lækka umtalsvert. 

Reyndar ekki neinar þær vörur sem stundum eru kallaðar "staples", eða grunnvara.  Svo sem  kornvörur, hrísgrjón, salt, sykur, kaffi, kakó.  Það eru aðeins kjötvörur, sumar hverjar, sem átt er við - sem skipta ekki eins miklu máli fyrir heimilisbókhaldið og látið er í veðri vaka.

Öruggt er að margfalt stærri bú og stærri markaður geti framleitt, ja, t.d. ódýrara kjúklinga- og svínakjöt, auk grænmetis,  en gerist á Íslandi.  Til sölu á heimamarkaði.  En dæmið er ekki svo einfalt. 

Það kostar nefnilega að flytja afurðina yfir hafið.  Svo mikið að yfirleitt velja menn frekar skipaflutning en flug.   Íslenski smásalinn er engan veginn samkeppnisfær við smásalann í upprunalandinu og þarf því að láta grunnvöruna (staples) greiða niður kassaverðið.  Þessi tímafreki innflutningur á ferskvörum bitnar líka á gæðunum, eins og flestir vandlátir kannast við.

Verðmyndun innflutts varnings er nefnilega reiknuð þannig út að lagt er saman verksmiðjuverðið, flutningskostnaður alla leið frá framleiðslustað, farmtryggingar, þjónustugjöld vegna innflutnings, virðisaukaskattur í tolli og tollur eftir atvikum, svo og sölukostnaður.

Vanti menn varahlut í bílinn sinn,  þurfa þeir að greiða allan þennan kostnað að fullu.  Bílaverkstæðin geta nefnilega ekki niðurgreitt varahlutina með neinu öðru en launalækkun bifvélavirkjanna.

 

 

 


Vírus eða vökvi

Hvað gerist ef einkennalaus Ebola sýktur einstaklingur sest upp í flugvél, breiðþotu, með hundruðum meðfarþega hvaðanæva að úr heiminum sem stefna á skiptiflug í allar áttir?  Nú eða  einhver sýktur Marburg vírusnum? 

Á flugvöllum heimsins er leitað að mögulega hættulegum vopnum, allt frá skotvopnum og hnífum til  rakspíra, linsuvökva og vatnsflaska í farteski flugfarþega.  Enginn leitar að stórhættulegum vírusum.  Ennþá!


mbl.is 31 látist vegna ebola-veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptasnilld!

Ætti ég hatt, tæki ég hann ofan, a.m.k. tvisvar, fyrir norðmönnum. 

Beiti ESB þessari reglugerð, þá hefur helsta keppinauti norskra á  fiskmörkuðum í Evrópu verið rutt úr vegi. 

Hitt er svo annað mál, að íslenskir fiskútflytjendur þurfa nú að setjast niður og finna nýja markaði. Varla vilja þeir láta reka sig til baka frá evrópskum höfnum með skipin sín full af fiski?


mbl.is Samþykkja beitingu refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt lambakjöt aðeins fyrir sælkera

Fréttablaðið var með athyglisverða frétt þann 7.september síðastliðinn sem virðist ekki hafa vakið þá athygli sem hún verðskuldar.

Fyrirsögnin er "Erlendir sælkerar vilja íslenska lambið".  Undirfyrirsögnin er "Nýsjálenskt lambakjöt flutt til landsins í fyrsta sinn til að mæta skorti".

Það er þekkt að sumir íslendingar vilja helst fá erlent kjöt á sinn disk og bera því við að það sé svo miklu ódýrara.  Magnið fremur en gæðin eru þeirra ær og kýr. 

Fyrst um sinn mun hið nýsjálenska lambakjöt verða selt innanlands á sama verði og íslenskt, svo nú mun reyna á bragðlauka innflutningssinna. 

Merkilegt líka að innflytjandinn (Íslenskar matvörur ehf) ætlar, að sögn, að  "byrja með dýrari vöðva".  Einmitt þá sem eftirsóttastir eru af íslenska lambakjötinu erlendis.

Spyrja má:  Hvort er ódýrara fyrir okkur að nýta eigin framleiðslu heima fyrir eða skipta henni út fyrir þá sem þarf að flytja dýrum dómum yfir hálfan hnöttinn?

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband