23.7.2014 | 16:51
Fúll á móti?
Það er aðeins skiljanlegt að íbúar í fjölbýlishúsum verði langþreyttir ef þeir þurfa að þola "stórfelldar og tillitslausar reykingar á svölum" til viðbótar olíu- og bensínstybbu af bílastæðunum fyrir utan, rykmenguninni af "hraðbrautinni" öðru megin og angandi arineldastybbu frá einbýlishúsahverfinu hinum megin.
Og hvar er svo garðurinn lægstur og líklegast til árangurs að fá einhverju breytt?
Jamm; hjá honum Nonna í næstu íbúð.
![]() |
Reykingar óbærilegar nágrönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.7.2014 | 16:42
Með hvaða liði heldur þú?
Það er sorglegt að sjá ýfingar/stríðsátök erlendis endurtaka sig á íslenskum vefmiðlum.
Halda mætti að borgarastríð í Sýrlandi, Írak, Úkraínu, Ísrael og nágrenni í "Palestínu" séu eins konar útgáfur af HM í fótbolta. Í stað þess að sameinast um að biðja um frið og friðarviðræður þar sem þessar hörmungar gerast, stillir fólk sér upp sem MEÐ eða á MÓTI.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Auk þess sem stríðsátök eru harmleikur en ekki keppnisíþrótt!
Væri ekki ágætt að hafa það í huga?