Kjördagur og kjörstaður

Eins og venjulega mætti ég á kjörstað í morgun á ellefta tímanum.  Mér sýndist kjörsókn, miðað við umferð kjósenda, ósköp svipuð og við kosningar á síðustu árum.   Sem voru reyndar fleiri en við eigum að venjast; auk kosninga til þings og sveitastjórna bæði þjóðaratkvæðagreiðslur og forsetakosningar.

Í þetta sinn sást ekki til sólar og rigndi svolítið, en það var ekkert slagviðri sem fólk virtist setja fyrir sig.  Eitt eða tvö kvikmyndagengi voru á göngunum, en líklega voru öll bitastæð mynd- og viðtalsefni komin og farin, svo við hin sluppum án áreitis.

Þeim til huggunar, sem eiga eftir að kjósa, þá er kjörseðillinn afskaplega einfaldur og vel hannaður miðað við umfang framboða.  Ekkert í líkingu við ósköpin í stjórnlagaþingskosningunum forðum...


Regnboginn stendur sig vel

Jafnrétti er eitt af stefnumálum Regnbogans og framboðið sannar það með framboðslistunum.

Af 30 frambjóðendum, eða 5 efstu í öllum 6 kjördæmunum, eru 16 karlar og 14 konur.

Hlutfall kynjanna væri samt hnífjafnt ef konur væru ekki enn svolítið hlédrægar og hógværar.  Wink


mbl.is Konur 42% frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttumál Regnbogans eru skýr

Regnboginn býður fram undir merkjum sjálfstæðis og fullveldis, sjálfbærrar þróunar, jafnréttis, bættra lífskjara almennings, mannréttinda og félagshyggju.

Mikilvægustu málin eru þau sem eru efst á lista; sjálfstæðismálin og andstaða við ESB aðild.  Öll hin málin munu síðan mótast af því hvort þjóðin verður áfram sjálfstæð eða aðeins hornkerling í Brusselveldinu.

Regnboginn hefur kynnt stefnumálin og teflt fram frábærum frambjóðendum í öllum kjördæmum.  Þessir frambjóðendur búa yfir þekkingu á flestum sviðum samfélagsins; þekkingu sem mun nýtast í þjóðfélagi sem treystir á eigin mátt.  Og þeim kjósendum sem þora að láta á það reyna í kjörklefanum.

X við J á kjörseðilinn 

 


Vill ekki einhver svara ungu konunni

sem spyr endalaust:   "Væru vextirnir á íbúðaláninu mínu lægri innan ESB?  ÉG VIL VITA."

Vill JÁ-ÍSLAND að þessi unga kona komist að svarinu upp á eigin spýtur - eftir að hún hefur samþykkt aðild að ESB?

 

 

 


Viljayfirlýsing í anda 60 menninganna forðum

en sú undirskriftaherferð verður aldrei aftur endurtekin hérlendis.   Það má þó reyna...
mbl.is Vilja ljúka viðræðunum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsalan á Grikklandi að hefjast

Stefna ESB og AGS hefur verið að heimta einkavæðingu ríkiseigna Grikklands.   Sú einkavæðing þýðir auðvitað að ríkiseignir landsins verði seldar hæstbjóðanda og að andvirðið verði greitt innheimtumönnum ESB og AGS.

Er það virkilega vilji ESB að Kínverjar eignist Grikkland?  Eða hvaða aðra ESB þjóð sem er, eins og líkur benda til að gæti orðið þrautalending annarra jaðarríkja í vanda.

Hvað hefur þá orðið um skjólið innan ESB sem ESB sinnar mæra sem mest? 


mbl.is Kínverjar vilja kaupa gríska flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarfsmenn í Noregi

Hvað á frú Damanaki við með því að ESB eigi samstarfsmenn í Noregi?   Þjóð sem er ekki aðildarþjóð ESB frekar en þær tvær þjóðir sem ESB apparatið vill  beita viðskiptaþvingunum í því skyni að meina þeim að nýta sína eigin lögformlegu landhelgi.

Það væri fróðlegt að fá það upp á borðið hverjir þessir norsku samstarfsmenn ESB eru.

 


mbl.is Viðskiptaþvinganir enn á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérlausnir og undanþágur

Samkvæmt MBL grein í dag fer lítið fyrir undanþágum í ESB aðildarviðræðum íslensku kratanna.  

Svo vísað sé til orðalags blaðamanns "þó má nefna" að ESB féllst á útfærslu Íslands á reglum um frjálsa för vinnuafls og fyrirkomulagi á brennivínssölu hérlendis.  Þetta er allur afrakstur svokallaðra samningaviðræðna í þeim 11 köflum aðildaraðlögunar sem er endanlega lokið!

Aðrar sérlausnir eru enn vonarpeningur.  Samkvæmt aðalsamningamanni (ESB?) "fer Ísland fram á" eitt og annað smotterí sem óvíst er hvernig lyktar.  Sérstaklega verður þó spennandi að sjá hvort samþykkt verði "að ekki þurfi að taka upp sumartíma á Íslandi".

Sumar sérlausnir og undanþágur í þessu undarlega ESB aðlögunarferli virðast fáránlegar (svo sem eins og þessi með sumartímann) en ennþá fáránlegra er að þær skuli yfirhöfuð vera til umræðu!

 


Feimnismál kosningabaráttunnar

er greinilega mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar nú um stundir; fullveldið sjálft.

Fráfarandi stjórnarflokkar sáu sér hag í því að sópa ESB umræðunni undir teppið - væntanlega til þess að geta tekið aftur upp þetta eina baráttumál sitt óskaddað í hugsanlegum  stjórnarsáttmálaviðræðum eftir þingkosningar í apríl.  

Okkur er sagt að "hægt hafi verið á aðildarumræðum", hvað sem það svo þýðir annað en að nú séu ESB aðildarviðræður komnar bak við embættismannaskrifborðin í stað þess að liggja í skugganum undir borðunum.

Líklega hefur einhver glöggur tekið eftir því að stjórnarflokkarnir SF og VG taka sáralítinn sem engan þátt í málefnalegri umræðu í aðdraganda kosninganna.  Skiljanlega - ekki vilja þeir eyðileggja sitt eina baráttumál sem eftir lifir af gott betur en fjögurra ára stjórnartíð.

Eigum við að láta þá komast upp með enn eina þöggunina?

 


Hver hefði trúað því

að ástandið í ESB væri orðið líkt og gerðist á tíma Charles Dickens.  Að sjálfur Fagin og barnagengið hans væri aftur komið á kreik.

Var ekki reynt að telja okkur trú um það að ESB boðaði gullna framtíð og að allir draugar fortíðar væru niðurkveðnir?


mbl.is Í verkfalli vegna vasaþjófa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband