18.12.2015 | 13:30
Óvenjulegt!
Sennilega eru milljarðarnir farnir að íþyngja sjóðnum.
0.13% af heildarlaunum hvers og eins eru smáaurar - en margt smátt gerir eitt stórt.
Ekki man ég eftir að nokkur annar sjóður hafi áður beðið um lækkun á framlögum.
![]() |
Óskaði eftir lægra framlagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2015 | 13:15
Of fáar vinnandi hendur?
Ég get vel skilið að fjármálaráðherrann tali um vandamál. Ef tölur Hagstofunnar eru skoðaðar þá er aðeins 56% íbúa landsins í vinnu - þar með taldir í hlutastarfi.
Rúnnaðar af eru tölurnar; íbúar 330 þúsund, vinnandi 186 þúsund. Restin, 144 þúsund eru ýmist börn, aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir.
Hvað segja hagfræðingar; eru þessar tölur samfélagsvænar?
![]() |
Fjölgun öryrkja raunverulegur vandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2015 | 14:47
Ég er sammála
Vigdís Hauksdóttir fer ekki dult með skoðanir sínar og enginn þarf að gruna hana um undirróðursstarfsemi. Slíkt virðist ekki fallið til vinsælda, hvorki hjá sam- né mótherjum í pólitík. En er þó ómetanlegur eiginleiki frá sjónarhóli kjósandans.
Þar sem undirrituð er hvergi flokksbundin, mun ég gefa henni atkvæði mitt næst ef hún verður áfram efst á lista í mínu kjördæmi.
![]() |
Þetta fólk á að skammast sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |