Nýárskveðjur

Ég óska bloggvinum og öðrum lesendum hér á Moggablogginu farsæls komandi árs.

Stjörnuspá MBL fyrir árið 2013 kom aðeins of snemma, en þar sem hún er tiltæk leyfi ég mér að birta hér eigin spá: 

"Hrúturinn verður að sjálfsögðu jafn uppreisnargjarn og hann er vanur á nýju ári, enda er honum ekki lagið að taka nokkurri annarri leiðsögn en sinni eigin."

Lofar góðu fyrir nýja árið - engar stórkostlegar breytingar á döfinni.  :)

Gleðilegt ár!


Ljótt að tefja fyrir vegtyllum?

Af hverju ætti sjálfstæð og fullvalda þjóð að ræða tilhögun sinna innanlands landbúnaðarmála við einhverja þjóðasamsteypu á borð við ESB.  Eða yfirhöfuð einhverra annarra sinna veigamestu þjóðarhagsmuna, svo sem fiskveiðilögsöguna.

Það er ekkert að því að gera viðskiptasamninga og annað gagnkvæmt samkomulag við aðrar þjóðir, eins og íslendingar hafa gert frá 1944 þegar utanríkismálin voru endanlega flutt heim eftir tæplega 700 ára erlend yfirráð. 
En ESB aðild snýst ekki um gagnkvæma eða hagkvæma samninga.

Árni Páll segir Jón Bjarnason tefja fyrir.   Tefja fyrir hverju? Ekki tefur Jón Bjarnason fyrir mér eða neinum sem ég þekki. 

Sennilega tefur Jón Bjarnason aðeins fyrir vegtyllum og skattlausu ríkidæmi útvaldra í dýrðinni hjá ESB/Brussel veldinu.  

Megi hann tefja þá sem lengst!

 

 

 

 


mbl.is Tafarleikir Jóns tefja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt fyrr hefði verið!

Forseti ASÍ hefði átt að gera sér grein fyrir því frá upphafi að þeir 100 þúsund launþegar, sem samtök hans eiga að gæta hagsmuna fyrir, spanna allt pólitíska litrófið.

Þannig er það ekki við hæfi að forsetinn sé á nokkrum tíma flokksbundinn einum stjórnmálaflokki frekar en öðrum. 

Launþegar eru ekki að hugsa um flokkspólitík þegar kjarabarátta þeirra er annars vegar.  Að sama skapi á forystumaður þeirra ekki að vera háður flokkspólitík. 

Þ.e.a.s. vilji hann vera hafinn yfir ásakanir um hlutdrægni og að fórna hagsmunum umbjóðenda sinna í þágu stjórnmálaflokksins síns.

Batnandi manni er besta að lifa - Gylfi fær prik frá mér í dag!

 


mbl.is Gylfi segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn - spurningar vakna

Sem félagi í Heimssýn vildi ég gjarnan fá að vita hvort stjórnmálaflokkar séu þar einnig félagar. 

Hef staðið í þeirri trú að félagsmenn séu einungis þúsundir einstaklinga sem fátt annað eiga sameiginlegt, pólitískt séð, en andstöðu við ESB aðild.

Sé VG félagi í Heimssýn get ég vel skilið að fjaðrir þess hafi verið ýfðar með greinarskrifum f.v. ritstjóra.

En ef málfrelsi Heimssýnar verður skert á þann hátt að ekki megi anda á ESB-sinna, hvar sem þá er að finna,  þá sé ég ekki tilganginn með félaginu.


Flókið mál

sem hefur skapast vegna þess að VG er bæði VG og ekki VG.

Forystan vill ESB á meðan flokkssamþykktirnar hafna ESB.

Skal nokkurn undra að menn almennt ruglist í ríminu? 


mbl.is Ekki í nafni Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hver mínúta skiptir máli

varðandi líf og dauða - þá verður aldeilis notalegt að ferðast til Noregs til þess að sækja þjónustuna.

Landsbyggðarfólk hefur þegar fengið að kynnast þjónustuleysinu, Reykjavík er oftast of langt í burtu fyrir það í bráðatilfellum.  Nú fáum við "latte-lepjandi" miðborgarbúar að reyna þess reynslu á eigin skinni.

Svona sem hliðarmál; væri ekki nær að kaupa nokkrar einkaþotur fyrir sjúkraflutninga til útlanda heldur en að byggja rándýran hátæknispítala - þar sem ekkert starfsfólk verður?


mbl.is LSH yrði óstarfhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband