26.11.2015 | 15:17
Af hverju fleiri kvendómarar?
Af gefnu tilefni þykir mér að með kröfunni um fleiri kvendómara sé að óbreyttu gefið í skyn að konur séu líklegri en karlar að sniðganga lögin í dómum sínum.
Auðvitað er sjálfsagt að jafnt kynjahlutfall sé í dómarastéttinni.
En ef í rauninni aðeins lögunum er ábótavant, væri þá ekki réttara að fjölga konunum á löggjafarþinginu - þar sem lögin eru sett sem dómurum er skylt að framfylgja?
10.11.2015 | 16:15
Er perception management
eða skynhrifsstjórnun (eins og ég kýs að þýða hugtakið) stunduð hér á landi?
Svokallaðir PMs (skynhrifsstjórar) sem stunda slíkt hafa yfirleitt hagsmuni af. Í grófustu mynd búa þeir til staðreyndir og selja þær almenningi sem heilagan sannleika.
Stundum nægir að afbaka sannleikann en skynhrifsstjórnun getur leitt til þess að meiriháttar lygi verður svo fljótt og algjörlega meðtekin að engin einasta leið er að leiðrétta málið seinna.
Múgæsing er þekkt fyrirbæri - sé hún vísvitandi sköpuð er um skynhrifsstjórnun að ræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)