21.11.2012 | 16:23
Tengist fréttinni aðeins óbeint
en hvernig er fyrirkomulagið með Framkvæmdasjóð aldraðra?
Skattyfirvöld innheimta nefskatt undir því nafni, upphæðin í ár pr. einstakling er kr. 9.182. Miðað við aðeins greiðendur á vinnumarkaði, eða ca 170.000, er upphæðin u.þ.b. einn og hálfur milljarður króna. Líklega þurfa þó mun fleiri að greiða þennan nefskatt, svo sem námsmenn, fatlaðir og öryrkjar.
Er til Framkvæmdasjóður aldraðra, sem innheimtumaður ríkissjóðs gerir skil á þessum nefskatti?
Ef svo er, hvaða reglur gilda um birtingu ársreikninga sjóðsins? Séu ársreikningar aðgengilegir, má þá lesa úr þeim hvernig nefskattinum er ráðstafað?
Það er ekki verra að hafa það á hreinu hvernig skattarnir okkar nýtast - og hvar.
![]() |
Segir sig úr stjórn FEB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2012 | 16:13
Eflaust bjánaleg spurning
- en hver er þessi sýra sem allir heiðurs-viðkvæmir foreldrar og aðrir varðhundar gegn réttindum stúlkna virðast eiga í eldhússkápnum heima þarna austur frá? Er hægt að kaupa svona sýru í Bónus?
![]() |
Sjá eftir því að hafa drepið dóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2012 | 16:02
Dæmigerð kerfisviðbrögð
- að ráðast frekar að afleiðingum en orsök. Með lyfjum í þokkabót - ef fólkið lærir ekki að lifa með einkennunum.
"Unga fólkið þurfi verkfæri til að komast yfir vanlíðan sína og læra að lifa með henni. Eitt verkfærið sé lyf..."
En auðvitað er hentugra að koma á legg heilli nýrri geðheilbrigðisstefnu og setja hóp af umræðusérfræðingum á launaskrá til þess að funda um "verkfærin" en að stjórnvöld skoði eigin ábyrgð á vanlíðan unga fólksins.
![]() |
Vaxandi vanlíðan ungs fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2012 | 17:37
Kænskubragð flokksforystunnar?
Auðvitað má Björn Valur þingmaður VG bjóða sig fram í Reykjavík - ef hann vill. Bakland hans er þó í allt öðrum landsfjórðungi og óneitanlega vaknar spurning um til hvers leikurinn sé gerður.
Laumast að sá grunur að ætlunin sé að fá höfuðborgar-vinstrigræna til þess að verjast þessu utanaðkomandi áreiti og þjappa sér um "sitt" fólk.
Gefa kjósendum og velunnurum einhverja ástæðu til þess að krossa við VG á kjörseðlinum?
![]() |
Björn Valur vill fram í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)