Ræðið frekar launahækkanir!

Það er dæmigert að forystumenn launþega vilji frekar ræða lífeyrismálin - þar liggja fjármunirnir sem færa þeim meiri völd en hagsmunagæsla sú sem þeir voru kjörnir til þess að gæta fyrir hönd launþega.

Lífeyrismálin öll þarf að endurskoða hvort sem er - ekki blanda þeim í komandi kjarasamningaviðræður!


mbl.is Ræða jöfnun lífeyrisréttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað líður endurgreiðslum á ofgreiddum bílalánum?

Nú er kominn meira en mánuður síðan lántakar fengu útreikning og staðfestingu á inneign sinni vegna ofgreiddra gengislána.  Boðið var uppá val; annað hvort að fá endurgreitt inná bankareikning eða leggja inneign inná höfuðstól skuldarinnar.  

Í byrjun nóvember voru svo sendir út nýir innheimtuseðlar vegna gjalddaga lánanna í nóv. og boðuð hefur verið útsending næsta seðils vegna des.gjalddaga í þessari viku.

Hefur einhver(sem þess óskaði)  fengið inneign sína endurgreidda?


Eftir síðustu helgi var nógu slæmt

þótt hótun um aðgerðir "á fullri ferð aftur" eftir komandi helgi liggi ekki í loftinu.

Eftir síðustu helgi var boðuð hækkun á öllu þessu klassíska sem hækkar sjálfkrafa skuldir heimila og fyrirtækja; bensínskatt, tóbaksskatt, áfengisskatt.

Fleiri aðgerðir "í nokkrum pökkum", lofar fjármálaráðherrann eftir næstu helgi. 

Takk, ágæti fjármálaráðherra - sama og þegið!

 

 


mbl.is Aðgerðir í „nokkrum pökkum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað í frásögur færandi

að íslenskur almenningur fikri sig upp húsnæðisskalann?   Það hefur áratugum saman tíðkast að fólk kaupi fyrst litlu íbúðina, stækki svo við sig með stærri íbúð, ráðist svo í raðhúsbygginguna og að lokum einbýlishúsið.   Grunnurinn að þessu ferli er lagður með fyrstu íbúðakaupunum - ekki þeim síðustu.

Það voru fjöldamargir, ekki aðeins Marinó og fjölskylda, sem voru mitt á milli þegar hrunið varð.  Fólk sem átti fullbúið óselt húsnæði sem  átti að duga til þess að fjármagna næsta íbúðarstig, en þurfti að brúa bilið með lántökum.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er: Hverjum er í hag að reyna að ómerkja málstað Marinós  með þessari persónulegu árás?

Að öðru leyti þykir mér betra að málsvarinn þekki þau vandamál sem hann berst fyrir að leysa.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að spara

með því að senda ekki saltbílana út fyrr en á dagvinnutíma?

Það er sem mig minni að okkur ökumönnum hafi verið lofað því að allar helstu götur yrðu þegar saltbornar um það leyti sem við ækjum til vinnu - gegn því að við spöruðum við okkur nagladekkin.


mbl.is Mikið um árekstra í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtinn spiladraumur

sem mig dreymdi nú nýlega.  Þar sat ég við spilaborð ásamt eiginmanni og vinahjónum.   Það sem var óvenjulegt við drauminn var eftirfarandi:

Á hendi hafði ég tóma hunda - nema tígulásinn.

Þetta var þegjandi spilasamkvæmi - enginn sagði orð.

Við vorum að spila whist en ekki bridge eins og við vorum vön.

Allir spilafélagar mínir eru látnir

Nú er sagt að draumatákn séu einstaklingsbundin, en getur einhver hjálpað mér að ráða í þau?


Stöðvum innbrot!

Svo virðist sem einhver herferð gegn innbrotum hafi nú verið hafin undir kjörorðinu "Stöðvum innbrot" og mun þar vera höfðað til almennings.  Hvernig menn hafa hugsað sér þá framkvæmd er  óljóst, en svo virðist sem  fórnarlömbin eigi að sjá um eigin sjálfsvörn.   Þó ekki verklega! 

Hvernig væri að löggæslan og löggjafinn sameinuðust um að nýta og/eða skapa þau úrræði sem  viðkomandi er greitt fyrir af skattfé brotaþolanna?  Til dæmis mætti grípa til eftirfarandi  ráða:

1)  Skella öllum innbrotsþjófum, sem nást á vettvangi,  í gæsluvarðhald fram að dómi.

2)  Eftir dóm verði allir erlendir þjófar sendir til síns heima til afplánunar og heimamenn á Hraunið.

3)  Sé nauðsynlegt að vista erlenda og innlenda þjófa saman á Hrauninu verði þess vandlega gætt að enginn  samgangur sé eða klíkukynni myndist á milli þeirra.

Yrði atvinnuþjófum kippt úr umferð myndi minnka þörfin á "vigilöntum" á venjulegum heimilum. 

GSM-síminn er eina varnarvopnið sem fólki hefur verið bent á; taka myndir og hringja í 112.  Vandinn er bara sá að  gemsinn STÖÐVAR ekki innbrot!

 

 

 

 


Auðvitað situr ríkisstjórnin sem fastast

Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að Ísland hefur hrapað niður um 16 sæti á lífskjaralista SÞ, á síðasta ári kjörtímabils hennar. 

Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að stjórnarandstöðu (á þingi - vel að merkja)  skortir hugmyndir um viðreisn atvinnulífsins.

Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að alið er á sundrungu í samfélaginu með ESB umsókn og misheppnuðum Icesave samningum.

Auðvitað stöndum við einhuga að baki forsætisráðherranum og sjáum ekkert athugavert við það að hún og ráðuneyti hennar sitji út kjörtímabilið.  

 


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband