Tvöföld sólarupprás

Fyrst reis sú gamla góða kl. 10:18 og síðan aukasól kl. 10:30 þegar svartnætti Icesave var aflétt.  Það hefur því heldur betur birt til í sálartetri okkar íslendinga  þennan morguninn.  

Þó er eitt ský sem grúfir enn yfir; ESB aðildarferlið.  Afsegjum það líka og fáum með því þriðju sólarupprásina.  Allt er jú þegar þrennt er...


Er ESB aðeins - Evrópskt Sæluríki Brussel?

Á BBC í dag er grein sem birtist undir "Features" eftir Matthew Price.  Sá er fréttaritari stöðvarinnar í Belgíu.  Valdir útdrættir úr greininni hljóða svo, lauslega þýddir af undirritaðri:

"Loksins nær Tania Godefroot fremst í röðina.  Lítri af mjólk, skaffaður af EU til þess að hjálpa fátækum, fer í pokann hennar.  Hún tekur nokkur egg, svolítið af öðrum vörum.  Ekki mikið en það munar um allt þessa dagana."

"Tania sér engin merki þess að ástandið sé að lagast:  "Það er minna af mat í boði vegna þess að sífellt fleira fólk leitar aðstoðar hér hjá matarbankanum." "

"Matarbankinn (The Food Bank) sem Tania leitar til er í borginni Ghent í N-Belgíu á Flanders svæðinu."

Þess má geta, sem líka kemur fram í greininni, að Tania er í fullu starfi, en er einstæð móðir og endar ná ekki saman.

Svona er ástandið í Belgíu, ekki fjarri aðsetri elítunnar í Brussel!


Fékk svona GSM skilaboð í gær

- tvisvar.  Sem ég var snögg að eyða.

En í dag fékk ég þriðju sendinguna (sem ég hef ekki enn eytt) og hún hljóðar svo - orðrétt:

"You been selected to receive $1500,000 by Brian and Mary Lohse Power Ball winner, begin claims.
Send your full names to Email:mrandmrsbrianlohse01@gmail.com"

(Message centre: +17057969300 / Sender: +14164731861)

Reyndar er ekki beðið um meira en full nöfn - ekki einu sinni bankaupplýsingar. ??

Skrýtið plott...

 

 


mbl.is Lögreglan varar við smáskilaboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum við þá gömlu góðu glóperurnar aftur?

Þær eru skaðlausar og innihalda ekki kvikasilfur. 

Það gera hins vegar þessar lögboðnu sparperur ESB.

 

 

 


mbl.is Dregið úr losun kvikasilfurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eiga stjórnarflokkarnir samleið

... það eina sem vantar er að þeir sameinist.   Eins og reyndar forysta VG hefur ymprað á áður; að mynda kosningabandalag í næstu þingkosningum.  Heiðarlegast væri samt að ganga endanlega í eina flokkssæng.

Alvöru vinstri menn hafa nú boðað að nýtt vinstri framboð sé í undirbúningi; Alþýðufylkingin.   Þar með verður Vinstri grænum krötum ofaukið.

 


mbl.is Sýnir að flokkarnir eiga samleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar eitthvað í þessa frétt?

Maður stendur upp í sæti sínu.   Hugsanlega aðeins til þess að lina sinadráttinn í kálfa eða il. 

Veifaði hann vopni, hrópaði ókvæðisorð að samferðamönnum, eða lét öllum öðrum illum látum?

Verði náunginn saksóttur fyrir það eitt  "að standa upp í sæti sínu" þá er vert að muna að þeir "farþegar og áhöfn" sem "yfirbuguðu" manninn, hljóta líka að hafa staðið upp...


mbl.is Farþegi stóð upp í lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill léttir

að þurfa ekki að læðast eins og þjófur á nóttu úr landi á sokkaleistunum.

Sum okkar eru nefnilega þannig sett að flugvallatrampið  bitnar á fótunum og förum við úr skónum í miðju kafi er alveg útilokað að komast í þá aftur.


mbl.is Hætta að skanna alla skó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband