Guðs-volaða þjóð!

Mín fyrstu viðbrögð til þess að finna samsvörun við  tilfinningar mínar eftir klukkustundalangt áhorf á þingmannaklúður kvöldsins voru að leita í smiðju Hjálmars Jónssonar í Bólu - og hversu viðeigandi var þá ekki að finna fyrst fyrir ljóðið hans

"Þjóðfundarsöngur 1851":

Aldin móðir eðalborna,
Ísland, konan heiðarlig,
ég í prýðifang þitt þitt forna
fallast læt og kyssi þig,
skrípislæti skapanorna
skulu ei frá þér villa mig.

Þér á brjósti barn þitt liggur,
blóðfjaðrirnar sogið fær;
ég vil svarinn son þinn dyggur
samur vera í dag og gær;
en hver þér amar alls ótryggur,
eitraður visni niður í tær.

Ef synir móður svíkja þjáða,
sverð víkinga mýkra er;
foreyðslunnar bölvun bráða
bylti þeim, sem mýgjar þér;
himininn krefjum heillaráða
og hræðumst ei, þó kosti fjer.

[....]

Móðir vor með fald og feldi
fannhvítum á kroppi sér,
hnigin að ævi kalda kveldi,
karlæg nær og holdlaus er;
grípi hver sitt gjald í eldi,
sem gengur frá að bjarga þér.

Sjáðu, faðir, konu klökkva,
sem kúrir öðrum þjóðum fjær;
dimmir af skuggum dauðans rökkva,
drottinn, til þín hrópum vær:
Líknaðu oss eða láttu sökkva
í leg sitt aftur forna mær!

Hrædd er ég um að Bólu-Hjálmar hefði tekið nokkra snúninga í gröf sinni ef hann vissi af atburðum gærkvöldsins.  Sjálf þurfti ég enga gröf til!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband