26.12.2009 | 18:41
Paranoja kanans kemur verst niður á okkur.
Við íslendingar komumst hvorki lönd né strönd án flugsins. Flest allar nágrannaþjóðir okkar komast leiðar sinnar á einkabílnum eða með lestum og ferjum. Jafnvel gangandi!
Látum vera þó kaninn setji reglur og aðgangshöft um þá sem hann vilja heimsækja. En fyrir alla muni ekki yfirfæra þær á okkar íslenskra svo gott sem eina samgöngumáta við umheiminn.
Látum vera þó kaninn setji reglur og aðgangshöft um þá sem hann vilja heimsækja. En fyrir alla muni ekki yfirfæra þær á okkar íslenskra svo gott sem eina samgöngumáta við umheiminn.
Eftirlit hert í Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kolbrún Hilmars
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þurfum eingöngu að fara eftir þessu þegar við fljúgum til Bandaríkjanna.
Ef við erum ósátt við þessar reglur þá getum við bara flogið eitthvað annað.
Geiri (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 18:53
Sæll Geiri, sú varð nú ekki reyndin eftir vökvamálið góða. Né skósólavopnið. Sem við fáum að reyna á eigin skinni þó við séum bara að skreppa til Færeyja.
Kolbrún Hilmars, 26.12.2009 kl. 19:09
PS. Ég fór oft um Heathrow hér á árum áður. El Al var með alveg sérstakar skoðunarreglur fyrir sína farþega, en ísraelarnir gerðu engar kröfur til þess að öll hin flugfélögin í heiminum færu að þeirra dæmi.
Kolbrún Hilmars, 26.12.2009 kl. 19:15
Sæl nafna og gleðilega jólarest. Ég er alveg sammála þér að þetta er komið út yfir öll mörk með þetta tékk. Var á ferðinni nú í desember og var með tvo glossvaraliti í veskinu. Þurfti að fara og kaupa plastpoka í matvöruverslun við útganginn niðri, setja þetta dót í hann og þá mátti ég fara með hann í gegn. Minnsta mál í heimi að opna hann aftur og búa til sprengju eða hvað það nú er sem þeir halda að fólk geri. Sá viðtal við fyrrverandi deildarfulltrúa hjá öryggiseftirliti USA fyrir nokkru þar sem hann lýsti því að þetta væri að langmestu leyti bara vitleysa en atvinnuskapandi og ímyndarmál fyrir Kanann. Annars venst þetta eftir því sem fleiri læra á þetta og eru tilbúnir þegar þeir fara í gegn. Það eru líklega alltof margir Kanar að fara með okkar flugi til að við getum sleppt þessu. Semsagt viðskiptamál en ekki öryggismál. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2009 kl. 19:28
Gleðilega hátíð Kolbrún.
Já, það ætti kannski bara að sleppa því að leita á öllum farþegum sem koma í gegnum Ísland...
Siggi Lee Lewis, 26.12.2009 kl. 20:09
Sæl Kolla mín og þakka þér fyrir innlitið. Ég sakna gamla góða ferðafrelsisins þegar það var bara "hyggeligt" að fara í flug.
Ég á birgðir af svona plastpokum. Í boði Kastrup. Veifa þeim í hverri flugferð og verð yfirleitt fyrir vonbrigðum, því enginn hefur áhuga á að skoða innihaldið. Og fer úr skónum eftir pöntun þótt ég þurfi að fara heim á sokkaleistunum þegar flugþrútnir fætur komast ekki í skóna aftur.
En hjálpi mér; hvað eigum við í vændum eftir nýjustu tilraun? Fæturnir af við hné?
Óska þér góðs árs :)
Kolbrún Hilmars, 26.12.2009 kl. 20:29
Bestu hátíðarkveðjur til þín líka, Siggi. Hvað áttu við nákvæmlega þegar þú segir "að koma í gegnum Ísland"?
Kolbrún Hilmars, 26.12.2009 kl. 20:42
Er ekki bara best ad sleppa ollu thessu oryggiskerfi vist ad thid erud svona a moti thvi (nema hann Siggi) og eiga tha a haettu ad lata spengja okkur upp???
Vid verdum thvi midur ad lifa vid thad ad thad eru ansi margar klikkadar manneskjur sem bua i thessum heimi og er theim alveg sama um thig og mig. Eg vil frekar bua vid meira oryggiskerfi heldur en ad thurfa ad spila russneskna rullettu i hvert skipti sem eg fer i flugvel
Birna (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 06:32
Birna. Það er einmitt það sem verið er að gera þ.e búa til falskt öryggi. Hvað með járnbrautarstöðvar, flugvelli, umferðamiðstöðvar, kirkjur og samkomustaði um allan heim. Er ekki brjálað fólk þar? Hvað er svona sérstakt við flugið. Jú það var notað í árás á Bandaríkin og því þarf að bregðast við á þeim vettvangi. Friðþæging bandarískra yfirvalda og tákn um völd þeirra yfir umheiminum. Allt í mætti stærðar þjóðfélags þeirra. Viðskiptahagsmunir svo miklir að ekki er hægt að hundsa þeirra fyrirmæli. Er ekki Siggi að meina það með því að tala um " þá sem fara í gegnum Ísland". Önnur hver vél hálffull af Könum . Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 11:26
Þetta með plastpokana er nú bara fáranlegt og gjörsamlega tilgangslaust og er bara til að gera viðkomandi "öryggisreglur" að athlægi. Mér finnst sjálfsagt að ganga í gegnum þessi öryggishlið svo framarlega sem allir geri það ÁN undantekninga því meðan slíkar eru gerðar er búið að fella gæsluna um helmgin þó bara einn þurfi ekki þar í gegn og þá er verið að leika rúllettuna rússnesku með slíkum undanþágum. All öryggi er í sjálfu sér fínt en það verður að vera einhver glóra í því og gilda um alla en ekki suma eins og nú er.
(IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 11:35
Takk fyrir athugasemdirnar. Mér finnst full ástæða til þess að öryggisaðilar setjist niður og reyni að finna þjáningarminnstu eftirlitslausnina fyrir okkur flugfarþega. Það gengur ekki að herða eftirlitið út í það óendanlega - flugið er samgöngumáti en ekki píslarvætti.
Svona á kvikindislegri nótunum; Detroit gaurinn hafði óhreina mjölið sitt í nærbuxunum; ég sé alveg ljóslifandi fyrir mér mótleiki flugvallaeftirlitsins...
Kolbrún Hilmars, 27.12.2009 kl. 15:15
og ég sem er að fara í flug á morgun eins gott að ..... hafðu það gott nafna um áramótin. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.