25.12.2009 | 14:34
Öllu má nú nafn gefa!
Ég var svo heppin að fá bók Evu Joly í jólagjöf, og þótt ég sé enn aðeins búin að lesa örfáa kafla, þá er greinilegt að Steingrímur J hefði gott af því að fá þá lesningu gefins líka.
Leyfi mér að birta hér nokkrar glefsur úr bókinni (bls. 111-113), þar sem Eva minnist á Ísland:
"Saga Íslands er myndhverfing þess sem hendir okkur öll um þessar mundir. Fjármálakreppan er ekki bara eins og hvert annað sögulegt slys. Við þurfum að átta okkur á því hver bar ábyrgð á hverju í þessari atburðarás, rannsaka þau brot sem hugsanlega hafa verið framin, en ekki tína einungis til kosti og galla svo umfangsmikilla hamfara. Sá lærdómur sem draga má af íslenska tilfellinu á jafn vel við í New York, London og París. Það þarf að láta menn axla ábyrgð af gjörðum sínum og draga hina seku fyrir dóm."
"Mér var boðið til Íslands. Landið rambar á barmi gjaldþrots, þessir þrjú hundruð þúsund íbúar skulda hundrað þúsund dollara hver. Þetta eru hamfarir."
"Einu tekjurnar sem landið hefur er afrakstur fiskveiða. Það tekur íslendinga margar kynslóðir að greiða niður þessa skuld."
"Ísland þarf að fara fram á samstarf við réttarkerfi um heim allan. Við getum ekki horft upp á þetta með hendur í skauti. Litlu íslensku fjármálasnillingarnir eiga enn eignir í New York og þeir berast svívirðilega mikið á. [....] Fjölmörg fyrirtæki íslensku viðskiptajöfranna eru skráð á aflandseyjum. Þær slóðir þarf að rekja."
ÞETTA eru Fjárhúsin sem þú þarft að beita þér fyrir að moka út, ágæti fjármálaráðherra.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.12.2009 kl. 18:24 | Facebook
Athugasemdir
Það er mikill fengur í Joly. Enn hefur Jóhanna þó ekki dregið úr gagnrýni kjölturakka á Joly...ef það væri gagnrýnin fjölmiðlun í landinu væri þessu haldið á lofti.
Hvað Steingrím varðar og endalausar umkvartanir hans á því hversu erfitt hans verkefni sé (og afleitt af því vitanlega hversu mikill dugnaðarforkur hann sjálfur sé), þá væri það óskandi að hann fjarlægði eitthvað af þessum fjöl,örgu speglum sem hann virðist hafa hengt á veggi sína. Við þurfum á meiru að halda en sjálfhverfu hans og rangfærslum. Athygli hans þarf að hverfa frá baksýnisspeglinum og venda sér að uppbyggingu. Honum ætlar reyndar að ganga vel að styðja við fjármálafyrirtæki í eigin kjördæmi, en það hlýtur bara að vera tilviljun...er það ekki ?
Haraldur Baldursson, 25.12.2009 kl. 14:56
Takk fyrir þetta, Haraldur. Eins og þú bendir réttilega á eru stjórnvöld uppteknari af sandkassaleik fjórflokksins en hagsmunum almennings. Það er sárgrætilegt að horfa upp á þessa pólitísku tækifærismennsku.
Milljörðunum vegna ESB umsóknarinnar hefði betur verið varið til þeirra rannsóknarmála sem Eva Joly bendir á - áreiðanlega myndu rannsóknirnar þær að lokum leiða til þess að spilltir stjórnmálamenn, hvar sem í flokki fyndust, yrðu gómaðir líka.
Kolbrún Hilmars, 25.12.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.