Málamiðlun?

Þar sem hluti þjóðarinnar vill alls ekki taka á sig Icesavegreiðslur og hinn hlutinn er því fylgjandi, mætti þá ekki gefa fólki kost á að skrifa nöfn sín á viðeigandi lista?

Annar listinn væri fyrir NEI fólkið, hinn fyrir JÁ fólkið. Þeir sem segja NEI eru lausir allra mála en þeir sem segja JÁ geri sín greiðsluplön í samráði við, ja, annað hvort tvíeykið; Jóhönnu-Steingrím eða Brown-Darling???

Þá verða allir sáttir, er það ekki?


mbl.is Vilja að dómstólar skeri úr um Icesave-skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar stórt er spurt er fátt um svör, enda bjóst ég svosem ekki við neinum.

JÁ fólkið hefur nefnilega alltaf ætlast til þess að NEI fólkið borgi brúsann og Nei fólkið er upptekið við að pakka niður...

Kolbrún Hilmars, 21.10.2009 kl. 22:28

2 identicon

Verð nú að segja að ég er alveg til í þetta hjá þér en skil þögnina sem fylgdi í kjölfarið, þetta er þungmelt.

(IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband