12.10.2009 | 18:56
Það borgar sig að flýta sér hægt.
Hverjum lá svo mikið á að skuldbinda íslenskan almenning til þess að undirskrifa skuldaviðurkenningu vegna Icesave áður en öll kurl voru komin til grafar?
Það lá fyrir í upphafi að ef til vill yrðu til nægar eignir í dánarbúi Landsbankans til þess að standa undir Icesave pakkanum eða færu langt með það. En eftir uppgjöri dánarbúsins mátti ekki bíða - það var þrýst á að þú og ég myndum skrifa fyrirfram undir óútfylltan Icesave víxilinn,
HVER BER ÁBYRGÐ Á ÞVÍ?
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kolbrún,
HHHmmm, af hverju ætli það sé?, kannski af því að íslenska ríkið ber ábyrgð á innistæðum í íslenskum bönkum. Kannski vegna neyðarlaganna, sem breyttu þessari ábyrgð þannig að Íslendingar fengu ótakmarkaða ábyrgð á innistæðum sínum, en útlendingar ekkert......................kannski var það það ;-)
Í praktík var það kannski það að Ísland hafði og hefur nákvæmlega ekkert traust erlendis. Bretar og Hollendingar vildu væntanlega að Íslendingar stæðu á sínu, ekki bara lagalega og siðferðilega,heldur voru þeir einfaldlega hræddir við að Ísland myndi fara illa með þá aftur.
Ef þessar fréttir eru réttar að skuldbindingin er einungis 75 milljarðar, þá eru Íslendingar heppnasta þjóð í heimi!!!
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:24
Jóhannes, íslenskur almúgi, samasemmerki = íslenska ríkið, ber ekki nokkra skapaða ábyrgð á einhverjum bankainnstæðum, hvorki íslenskum né öðrum.
Svona til þess að smækka siðferðilega íslendingadæmið þitt; Hvers ættu Grímseyingar að gjalda ef einhver eyjabúinn þar plataði milljarð út úr Hríseyingum? Eru þá allir Grímseyingar siðferðilega skuldbundnir til þess að bæta Hríseyingum skaðann? Lagalega eru þeir það vissulega ekki...
Kolbrún Hilmars, 12.10.2009 kl. 19:43
Mikið sammála þessu Kolbrún/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 12.10.2009 kl. 20:18
Sæll Haraldur. Það er mikið hamrað á siðferðilegu skuldbindingunum þessa dagana, en ég viðurkenni að ég gef ekki mikið fyrir slíkar nema þær séu raunverulega mínar.
Kolbrún Hilmars, 12.10.2009 kl. 20:47
Kolbrún, þá spyr ég þig. Hvað finnst þér þann reikning sem lendir á Íslendingum vegna þrot seðlabankans, nýtt í eigið fé í bankana, gengisfall sem hækkar allar skuldir, miklu hærri vextir á öllu lánum ríkisins(svo ég tali nú ekki um allan óbeinan kostnaðinn sem hefur hlotist af þessu). Þessi kostnaður er margfalt hærri en Ice-save jafnvel þótt að við þurfum að borga 500 milljarða vegna þess.
Fólk einblínir alltaf á það, og hitt virðist ekki skipta neinu máli, þrátt fyrir að það kosti almenning miklu meira........skrýtin þjóð...líklega bara látalæti
Varðandi þessa samlíkingu við Grímsey og allt það.
Allt í lagi, þá geri ég ráð fyrir að þú sért líka mjög óhress með að ríkið hækkaði ábyrgðina sína á innlánsreikingum hér á landi óendanlega, umfram 3 milljónirnar, og jafnvel ertu óánægð með ábyrgðina að 3 milljónu, svona bara í prinsipinu?!
Nei, veistu, þetta kverúlantatorg sem kallast blogg, á fátt skilið við raunveruleikann, þannig er það nú bara, en maður skilur samt fólk alveg að það sé ringlað á þessu.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:14
Jóhannes, sæll aftur. Ef þú heldur að ég sé eitthvað hress með milljarðana sem Seðlabankinn lánaði/gaf lukkuriddurum gömlu bankanna, þá ertu eitthvað að misskilja mig.
En úr því sem komið er verðum við að bíta í sum þau súru epli sem okkur eru rétt en reyna jafnframt að hunsa önnur.
Veruleikinn er ekki flóknari en það að við eigum hér eitt stykki þjóðfélag, þótt fámennt sé, og ef við ætlum að lifa af þurfum við að reyna að halda því á lífi með því að gæta hagsmuna þess. Svo sem ekki auðvelt verkefni en verðugt, og við kverúlantar reynum að leggja okkar af mörkum hér á blogginu :)
Kolbrún Hilmars, 12.10.2009 kl. 21:30
Jæja, þú ert allavega ekkert að fela það, sbr. nöldurhornið sem ég tók eftir í horninu
Það er bara svo merkilegt að horfa upp á fólk taka sig ótrúlega hátíðlega og spreða út úr sér sinni gríðarlegu "visku" á ýmsum bloggsíðum.
Jóhannes (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:32
Gott að þú náðir þessu, Jóhannes Og þakka þér líka fyrir að nenna að lesa "viskuna"...
Kolbrún Hilmars, 13.10.2009 kl. 18:40
Eins konar PS fyrir Jóhannes: Hafði ekki tíma til þess að kanna hvað þú áttir við með "ýmsum bloggsíðum" fyrr en nú. En þessar ýmsu bloggsíður sýnast mér vera: Jóns Inga Cæsarssonar, Ómars Ragnarssonar, Magnúsar Helga Björgvinssonar auk Páls Blöndal (sem reyndar er bloggvinur sem mér þykir vænt um!) - ég hef semsagt verið að ónáða eitthvað yfirlýsta samfylkingarmenn með "visku" minni...
Kolbrún Hilmars, 14.10.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.