Hjálpræðið kemur að utan.

Nú erum við væntanlega laus við þennan skuldabagga fjárhættuspilara sem kom okkur aldrei við hvort sem er. Vonandi gufar AGS upp í leiðinni með sín ótryggu lánsloforð.

Þaggar einnig niður í Guernseyjarmönnum sem halda að íslenskur almúgi standi í biðröð með útrétt bólgin seðlaveski til þess að fá að greiða skuldbindingar sér óviðkomandi einkafyrirtækja.

Greiðslukröfur ómældar vegna nýjasta svindlara-Sveinsins verða andvana fæddar.

Þökk sé breskum og hollenskum. Þó ekki svo óhóflega að ganga í klúbbinn þeirra í tómu þakklætisskyni.


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæl Kolbrún,  ég vildi bara taka undir með þér, ég held nú bara að þjóðin hafi verið bænheyrð og ef við verðum  ötul áfram að biðja allar góðar vættir um hjálp þá losnum við vonandi líka við AGS því það er sú stofnun sem ég hef óttast allra mest,  fyrir utan kannski svikula, spillta,og siðblinda íslenska viðskiptajöfra og ráðamenn.

Hulda Haraldsdóttir, 18.9.2009 kl. 03:19

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með ykkur stöllum. Við höfum komist af án AGS í átta mánuði og lifum enn.  Með Icesave-sökkuna um hálsinn er ekki á lánasúpuna bætandi og ef við bíðum nógu lengi þá þurfum við ekkert á þessum lánum að halda. Lán þarf nefnilega að greiða til baka.

Krónan vinnur með okkur. Hún er okkar styrkur.

Ragnhildur Kolka, 18.9.2009 kl. 08:15

3 identicon

Sammála

(IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mikið er notalegt að líta hérna inn.

Magnús Sigurðsson, 18.9.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum innlitið. Ekki síst Magnúsi sem kann að meta okkur stelpurnar :)

En það er engin gúrkutíð núna i íslenskri pólitík, hvað þá viðhorfsbreytingum almennings sbr.skoðanakannanir allrahanda.

Fæðingarhríðir hins Nýja Íslands? - skyldi þó ekki vera?

Kolbrún Hilmars, 18.9.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband