Bráðabirgðaúrræði

Á meðan yfirvöld og lánastofnanir hugsa sitt ráð um að afnema verðtrygginguna mætti auðvelda launþeganum afborganir af húsnæðislánum með því að gera verðtryggingarþáttinn frádráttarbæran frá skatti, líkt og fyrirtæki og félög njóta nú þegar.

Gróflega reiknað dæmi: Einstaklingur sem greiðir nú verðbætur af vöxtum og höfuðstól kr. 48.000 pr.mán x 12 mán = kr. 576.000. Miðað við árslaun kr. 3.600.000 yrði skattstofninn þannig kr. 3.024.000 og 37.2% skattlagning mínus persónuafsláttur lækkaði skattálagninguna um kr. 214.200 á árinu eða kr.17850. pr.mán. Þannig yrði árleg afborgun lánsins í reynd svipuð og 1.sept.2007.

Þessi aðferð gæti bjargað meðal-jóninum og vaxtabæturnar að auki þeim sem eru enn verr settir.


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, þetta er nýtt fyrir mér...

Bóbó blaðberi (eða Búri) (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Satt er það Bóbó, ég hef hvergi séð þetta úrræði nefnt, en það er í rauninni mjög einfalt í framkvæmd. 

Skattyfirvöld hafa allar upplýsingar í framtölum fólks vegna ársins 2008 og útreikningur og endurálagning á sköttum er ekki flókið forritunarmál.  Launþeginn á enn eftir að greiða skatta vegna síðustu 4ra mánuða ársins svo hér yrði ekki um endurgreiðslur að ræða heldur skattalækkun.

Mér skilst að tekjuskattur einstaklinga vegi hvort sem er ekki svo þungt í heildarskatttekjupakka ríkissjóðs, þar að auki er það ekkert náttúrulögmál að einungis félög og fyrirtæki njóti skattaafsláttar vegna vaxta og verðbóta.

Kolbrún Hilmars, 5.9.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband