Pólskt þjófagengi í gæsluvarðhaldi.

Hundruðum innbrota í heimahús og fyrirtæki undanfarnar vikur/mánuði hefur þar með fækkað  niður undir núllið.  Samkvæmt fréttum er þó enn verið að leita í vistarverum gengisins og enn er að finnast þýfið. 

Einn kunningi minn lenti í þjófagenginu, og eftir boðun til lögreglunnar til þess að bera kennsl á sitt sagði hann, mjög sleginn; þetta var eins og koma inní stórmarkað og skartgripaverslun.

Samkvæmt fréttum samþykkti Héraðsdómur framlengt gæsluvarðhald viðkomandi "grunaðra" um viku eða svo.   En hvað svo?  Á síðan að sleppa liðinu lausu og beita þeim aftur á íslenskan almúga?  Eða kæmi til greina að leigja flugvél undir þjófagengið  og sturta því niður við flugvöllinn í Varsjá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Án þess að ég viti með vissu er þetta opið markaðssvæði fyrir alla.

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Finnur,  ég hef greinilega ekki lesið EES samninginn nógu vel...

Kolbrún Hilmars, 21.8.2009 kl. 19:25

3 identicon

Er það ekki venjan hér, ná þeim, spjalla og sleppa.

Það er nú ekki nema von að fólk gangi á lagið, þetta gera börnin líka ef þeim eru ekki sett mörkin.  Sem aftur sýnir mér að fólk sem gerir svona hefur ekki þroskast mjög mikið. Sama má segja um bankaræningjanna,  þeim var sleppt lausum þar innandyra og rændu ölli steini léttara,  og hvað gera börnin ef þeim er sleppt lausum á nammibarinn án eftirlits?? Þó má halda því til haga að börnin hætta þegar þau eru orðin södd, bankaræningjar ekki.

(IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband