Ekki bara Icesave heldur líka hryðjuverkalögin!

Hvað varð um inneign íslenska ríkisins upp á 300 milljónir punda sem bretar frystu og hefur legið vaxtalaus þar ytra síðan í byrjun október 2008?  Á núvirði er upphæðin ÍKR 6300 milljónir.

Hefur þessi bankainnstæða verið greidd Seðlabanka Íslands eða er hún enn í gíslingu breskra?

Hvernig stendur á því að þessi inneign íslenska ríkisins hefur setið vaxtalaus í Bretlandi mánuðum saman á meðan bretar krefjast 5,5 % vaxta af Icesave ábyrgðarláni einkafyrirtækisins Landsbanki?

Á íslenska þjóðin einhverjar fleiri eignir þar ytra í nafni íslenska ríkisins, óviðkomandi Landsbankanum, sem bretarnir hafa fryst og hyggjast gleypa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur, ekki heyrt orð um þetta??????

(IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki ég heldur - því spyr ég. 

Kolbrún Hilmars, 11.8.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband