31.7.2009 | 17:51
Áróður, lygar, leyniskjöl, allt uppi á borðum - eða hvað?
Eftirfarandi fékk ég að láni (með leyfi) af bloggi http://altice.blog.is/blog/altice/:
"Steingrímur J. Sigfússon heldur því sterkt til haga, að Sverges Riksdag hafi sett skilyrði um lánveitingu til okkar. Þetta er rétt en Steingrímur hefur ekki fyrir því að útskýra hvernig afstöðu Svíanna er raunverulega háttað. Sannleikurinn er sá að skilyrði Riksdagens eru sett til að þvinga Bretland og Holland til að veita Íslandi lán. Norrænu ríkin vilja með þessu móti hindra að fjármunir frá þeim fari til að greiða Bretum og Hollendingum. Í greinargerð sem ríkisstjórn Svíþjóðar lagði fyrir Riksdagen 02.07.2009 segir:
De nordiska långivarna har villkorat sin utlåning med att de länder som främst berörs av Islands insättningsgarantiåtaganden, dvs. Storbritannien och Nederländerna, ska bidra med lån till Island. De nordiska långivarna vill på detta sätt undvika att medel från de nordiska krediterna går till dessa två länder.
Þetta skapar algjörlega nýja sýn á afstöðu Norðurlandanna. Ekki virðast vera neinar forsendur til að hallmæla okkar Norrænu vinum. Er ekki að minnsta kosti ástæða til að láta þá njóta vafans ? Hvernig væri að Icesave-stjórnin færi að segja okkur sannleikann ?"
Heimild: http://www.riksdagen.se/webbnav/index.aspx?nid=37&dok_id=GW03230
Mér finnst full ástæða til þess að vekja athygli á ofangreindu því mér sýnist að okkar norrænu nágrannaþjóðum sé annt um að íslendingar sjálfir njóti góðs af fyrirgreiðslu þeirra - ekki breska heimsveldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Athugasemdir
?????? Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt
(IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:33
Jovisst! Þetta er nú vandamálið með leyndarmálin - það er ekki nokkur leið að hemja þau.
Ertu innipúki eins og ég?
Kolbrún Hilmars, 31.7.2009 kl. 23:51
Atarna er mér nýmeti, býð þér dúz...
Steingrímur Helgason, 1.8.2009 kl. 00:24
Mín er ánægjan, Steingrímur
Kolbrún Hilmars, 1.8.2009 kl. 00:36
Já ákvað að vera innipúki, eins og alltaf um þessa helgi.
Ég er víst svo púkaleg að hundleiðast allt sem heitir útilegur eftir að það er búið að koma í veg fyrir svo til allsstaðar að hægt sé að aka aðeins út af veginum við lækinn...... ég bara þoli ekki tjaldstæði og alls ekki eftir að ég flutti í þéttbýlið sjálf, finnst það lítil tilbreyting að fara úr einu "sambýlinu" í annað og ekki minnast á þessi sumarhúshverfi hvað er fólk að hugsa ég skil þó fólk sem býr sveit geti hugsað sér að fara svona inn í kraðakið, en common sko
En mér finnst þetta í alvöru
(IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 10:24
Alveg er ég sammála þér, Silla. Það er alltaf notalegast að vera bara heima um verslunarmannahelgi - í fámenninu
Ekki nefna tjaldstæði ógrátandi, ég las frétt í vikunni um útlendinga sem tjölduðu í mesta sakleysi á Þingvöllum en fengu ekki svefnfrið fyrir íslenskum byttum sem kórónuðu dæmið með því að lemja útlendinginn í steik fyrir að kvarta.
(Aðspurt sagðist fórnarlambið samt enn vera hrifið af Íslandi! Hreint ótrúlegt... )
Svo er ég nú á förum útúr dyrum á leið í garð/grillpartý í góða veðrinu hérna í borginni - innipúkum leiðist ekki hér
Kolbrún Hilmars, 1.8.2009 kl. 17:20
Góða skemmtun Kolla mín, bið að heilsa þeim innipúkum líka
(IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.