Málin skýrast varðandi vegabréfadeilur Kanada og ESB.

Í nýrri frétt mbl.is eru útskýrðar forsendur málsins um tékkneska hælisleitendur í Kanada, en þar mun vera á ferð Rómafólk sem nýtur ekki fullra mannréttinda í sínu heimalandi.  ESB styður tékka í því að senda það vandamál bara til Kanada í stað þess að gera kröfu um að leyst verði heima fyrir.  Þar fór jafnréttishugsjón ESB fyrir lítið. 

Það sem gæti skipt okkur íslendinga máli er hins vegar yfirlýsing forseta Tékklands: 
"Þið sjáið að Kanada getur tekið ákvörðun fyrir sig, en Tékkland getur það ekki.  Brussel þarf að taka ákvörðun fyrir okkur".

Einmitt það! 
Og í þessum skrifuðu orðum eru á sömu stund sumir íslenskir alþingismenn að berjast fyrir því á Alþingi að við hérlendis fáum að njóta sömu "réttinda" og tékkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SF menn og konur vilja ekki vita svona staðreyndir Kolla mín, hví eru alltaf að núa þeim um nasirnar svona leiðinlegum staðreyndum ?????

(IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband