Að spenna beltin.

Er nýkomin heim eftir erfitt 6 klst flug og það er greinilegt að kreppan klípur víða og lánstraust landans er í lágmarki.   Þar sem flugáhöfninni tókst ekki að fá  keyptar og afgreiddar nýjar birgðir ytra fyrir heimflugið (fram og til baka fyrir áhöfnina) fór loforðið um "léttar veitingar seldar um borð" fyrir lítið. 

Fátt var ætilegt annað en afgangur af íslenskum hangikjötssamlokum frá útfluginu, kaffið uppurið jafnt fyrir áhöfn og farþega, súrefnið skammtað svo naumt í vélinni að a.m.k. einn eldri farþegi þurfti að fá auka súrefnisskammt úr neyðarkútnum - aðrir hraustari farþegar voru svo slappir að flestir móktu eða sváfu.

Eina skemmtilega endurminningin úr þessari tilteknu flugferð verður þetta afbrigði af rullunni um öryggisatriðin um borð:

"Spennið beltin og setjið á ykkur björgunarvestin áður en flugvélin lendir á sjó..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég upplifði  í fyrsta skipti á ævinni innilokunnarkennd einmitt við  slíkar aðstæður um borð í flugvél þar sem mér fannst verulega skorta upp á súrefnið. Mér fannst það alveg hræðilegt og átti fult í fangi með að halda ró minni við þær aðstæður. Vona að þér líði vel núna þar sem þú ert komin heim Kolla mín. Áttuð þið ekki að öðruleiti góða ferð?

(IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Silla mín.  Ferðin var frábær í alla staði þrátt fyrir hitann, sem fór yfir 40 stig síðustu 4 dagana, en sjávarloftið og hafgolan við Eyjahafið bjargaði miklu.  Versti parturinn var heimflugið og ég er ekki enn búin að jafna mig eftir þau ósköp.  Þessir gripaflutningar í sjúskuðum og "ódýrum" leiguflugvélum eru ekki bjóðandi fólki á mínum aldri.

Ferðamátinn verður vandaðri í næstu ferð

Kolbrún Hilmars, 22.6.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband