10.6.2009 | 18:11
Íslenska munstrið.
Þetta byrjar með því að ríkissjóður/almannasjóður kaupir land undir þjóðveg frá landeigendum úti í sveitum í þeim tilgangi að greiða fyrir samgöngum milli landshluta, bæði á kostnað og í þágu skattgreiðenda.
Eftir að þjóðvegurinn hefur verið lagður kaupir fólk í kjölfarið óskipulega byggingarlönd af hinum sömu landeigendum því fólki þykir hentugt að búa í þjóðbraut. Smátt og smátt myndast svo þéttbýliskjarni sem heitir upphaflega ekki neitt og tilheyrir engu fyrr en íbúar á einhverju svæði eru orðnir nógu margir til þess að taka sig saman og sameinast um að mynda sveitarfélag. Þegar svo er komið er þjóðvegurinn orðinn "fyrir" sveitarfélaginu.
Þá rísa upp kröfur um að færa þjóðveginn frá byggðinni sem þýðir að ríkissjóður þarf að kaupa nýtt land undir nýjan þjóðveg og síðan kaupir nýtt fólk nýjar byggingarlóðir við nýja þjóðveginn...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Athugasemdir
Út frá hverju komu þessar pælingar ???? Hef ekki heyrt i útvarpi né sjónvarpi í 12 daga svo ég er viss um að hafa misst af einhverju skemmtilegu :)
(IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:06
En þú heppin Sigurlaug.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 20:48
Blessuð og sæl, Silla mín og velkomin heim úr "hinni" sveitinni. Þú misstir sossum ekki af miklu - held ég Allavega; ef það var eitthvað mikilvægt þá mun það ganga aftur hvort sem er. Eins og t.d. þetta með Icesave samninginn...
Pælingarnar í þessum pistli eru tilkomnar vegna þess að gullfiskaminnið mitt er ekki jafnslæmt og af er látið og hvatinn ekki vegna bloggdeilna heldur ítrekaðra skipulagsmistaka.
PS Endilega kíktu á Gallup skoðanakönnunina sem Heimssýn lét vinna vegna ESB - góðar fréttir þar!
Kolbrún Hilmars, 10.6.2009 kl. 21:00
Já Axel ég er bara alltaf svona heppin, veit ekki hvað það er sem veldur góðar vættir vaka yfir mér hlýtur að vera bara.
Ég mun kíka á þetta Kolla því mér fellur alltaf betur við góðar fréttir heldur en hitt.
Gott skipulag er gulli betra, en víða er pottur brotin í því eins og þú bendir á enda bý ég við mjög augljóst dæmi um það hér á Egilsstöðum, því margir íbúar eru á þeirri skoðun að þjóðvegurinn þurfi að færast og jafnvel hið fornfræga Egilsstaðabýli að víkja sem gerir mig alveg fjúkandi vonda þegar ég heyri svoleiðis kjaftæði.
(IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.