Þar flaug gulrótin!

Okkur var sagt að um leið og að Icesave nauðungarsamningarnir væru undirritaðir myndi gengi krónunnar ná einhverjum bata því þá myndi lánstraust þjóðarinnar snarbreytast til hins betra.  En hver er reyndin?

Krónan hefur nú í dag veikst um 3.79% gagnvart dollar, 3.08% gagnvart pundi, 2.88% gagnvart evru.  Ég nenni ekki einu sinni að reikna út hvað Icesave skuldaklafinn með okurvöxtunum hefur hækkað mikið  í krónum talið á aðeins einum degi!  Lánstraust þjóðarinnar miðast greinilega við vanhæfni íslenskra stjórnvalda við samningaborðið.

Segjum nei við þessum Icesavesamningi og sendum samninganefndina aftur að samningaborðinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér heyrðist Jón G Hauksson segja í Speglinum í kvöld að skuldin hafi hækkað um 10 milljarða í dag, en kannski heyrist mér alltaf talað um milljarða þegar e-r segir e-ð sem byrjar á m.

Trúverðugleiki Seðlabankans átti líka að batna svo mikið um leið og búið væri að flæma Davíð Oddsson í burt. Þegar Davíð yfirgaf Seðlabankann stóð dollarinn í 112 krónum, nú er hann 126.88 krónur og hefur varla farið undir 120 síðan hinn sérlega trúverðugi Norðmaður tók við lyklunum.

Það ætlar að vera erfitt fyrir þessa ríkisstjórn að horfast í augu við að ótrúverðugleikinn býr í þeim sjálfum. Steingrímur hringsnýst eins og skopparakringla í hverju málinu á fætur öðru og Jóhanna hefur gufað upp. Sem er kannski eins gott, því það fer að verða hverju barni ljóst að Jóhanna hefur ekki hundsvit á því sem hún hefur tekið að sér.

Bið ég nú alla hunda landsins forláts fyrir samlíkinguna.

Ragnhildur Kolka, 8.6.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Hannes

Það þýðir ekkert að senda þessa hálfita að samningaborðinu því að þeir eru vanhæfir. Ég mæli með að við sendum apa í staðinn þeir geta kannski komið heim með skárri samninga og það besta er að þeir geta ekki skrifað undir neitt.

Hannes, 8.6.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband