Hvaða öfl knýja ESB lestina?

Hvað hugsar almenningur innan ESB?  Hverra hagsmuna gætir ESB apparatið?

Þýskir vilja endurheimta sitt gamla DM; deutsche mark, og telja sig svikna.  Franskir, bæði sjómenn og bændur mótmæla svo oft sínu hlutskipti að það er varla fréttnæmt.  Breskir eru svo óánægðir að ef meirihluti þeirra mætti ráða yrði Brussel bírókratið lagt niður.  Þessar þrjár eru stofnþjóðirnar sjálfar!

Hvað segja svo "annars" flokks aðildarþjóðir?  Sem hafa lagt allt undir en eru samt sem áður að "rúlla" fjárhaglega; Spánverjar, Írar, Lettar ?

Hver er hinn raunverulegi lestarstjóri?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Bretar reyndar gengu ekki í klúbbinn fyrr en 1973, en spurningin á rétt á sér. Ekki síður hafa menn velt fyrir sér hver ræður á "fullkomnum jafnréttisgrundvelli" innan myntbandalagsins, þar sem 16 höfuð hugsa, hvert um sinn skrokk.

Haraldur Hansson, 13.5.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Haraldur.  Benelux löndin með sitt rótgróna samstarf var sennilega sá kjarni sem þjóðverjar og frakkar nýttu sér upphaflega.  Luxembourg og Belgía nutu góðs af; þar voru heilu hverfin ýmist rifin niður til enduruppbyggingar eða byggð upp frá grunni fyrir hin ýmsu skrifræðisútibú ESB.  En þeir tímar voru mun síðar en 1973 - eða á árunum ´85-'90.    Hvað Hollendingar fengu fyrir sinn snúð veit ég ekki, en víst er að Benelux löndin höfðu ekki þann mátt sem  þurfti til þess að stýra hinu nýstofnaða ESB apparati. 

Kolbrún Hilmars, 13.5.2009 kl. 21:52

3 identicon

Ágæta Kolbrún

...er ekki möguleiki að eitthvað "pínulítið jákvætt" finnist innan ESB.    Það þarf ekki að vera "stórt" svo að ég verði ánægður 

Menn hljóta að geta séð eitthvað jákvætt við ESB, bendi ekki bara á það neikvæða. Nú nálgast "hugsanlega" sá tími að við fáum að sjá það svart á hvítu hvað ESB kemur til með að bjóða Íslendingum uppá.  Getur verið að andstæðingar ESB aðildar séu farnir að "óttast" það að sumt af því sem þeir hafa látið frá sér fara um ESB sé kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt.  Er ekki dálítið tilgangslaust að þrasa og þræta um eitthvað sem við raunverulega vitum lítið eða jafnvel ekkert um.  "Sannleikurinn um ESB" kemur til með að liggja í því sem ESB hefur uppá að bjóða og það kemur ekki í ljós fyrr en farið verður í samningaviðræður og samningurinn við þá liggur á borðinu.  Þá vil ég treysta þjóðinni til að segja já eða nei.

Bestu kveðjur 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:18

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, takk fyrir innlitið.     Ég hef ekkert út á ESB að setja nema aðild Íslands

En hef lengi undrast það samasem merki sem margir setja milli and-ESB-aðildar annars vegar og viðhorfs til ESB þjóðanna hins vegar.    Sjálf er ég Evrópusinni þótt ég sé ekki ESB sinni og  hef ekki nema gott eitt að segja um meginlandsbúa eftir áratuga kynni;  persónuleg, viðskiptaleg og "túristaleg".  En ég er líka Ameríkusinni og Asíusinni eftir jafngóð kynni þar og þegar maður hefur haft meira en hálfan heiminn í augsýn, þá virðist einfaldlega heimskulegt að einangra sig í litlu Evrópu. 

Það er mín einlæga sannfæring að íslenskri þjóð mun farnast best  ef henni tekst að halda sjálfstæði sínu utan "stórvelda" hverju nafni sem þau nefnast.

Kolbrún Hilmars, 14.5.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband