13.5.2009 | 19:01
Hvaða öfl knýja ESB lestina?
Hvað hugsar almenningur innan ESB? Hverra hagsmuna gætir ESB apparatið?
Þýskir vilja endurheimta sitt gamla DM; deutsche mark, og telja sig svikna. Franskir, bæði sjómenn og bændur mótmæla svo oft sínu hlutskipti að það er varla fréttnæmt. Breskir eru svo óánægðir að ef meirihluti þeirra mætti ráða yrði Brussel bírókratið lagt niður. Þessar þrjár eru stofnþjóðirnar sjálfar!
Hvað segja svo "annars" flokks aðildarþjóðir? Sem hafa lagt allt undir en eru samt sem áður að "rúlla" fjárhaglega; Spánverjar, Írar, Lettar ?
Hver er hinn raunverulegi lestarstjóri?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretar reyndar gengu ekki í klúbbinn fyrr en 1973, en spurningin á rétt á sér. Ekki síður hafa menn velt fyrir sér hver ræður á "fullkomnum jafnréttisgrundvelli" innan myntbandalagsins, þar sem 16 höfuð hugsa, hvert um sinn skrokk.
Haraldur Hansson, 13.5.2009 kl. 20:50
Sæll Haraldur. Benelux löndin með sitt rótgróna samstarf var sennilega sá kjarni sem þjóðverjar og frakkar nýttu sér upphaflega. Luxembourg og Belgía nutu góðs af; þar voru heilu hverfin ýmist rifin niður til enduruppbyggingar eða byggð upp frá grunni fyrir hin ýmsu skrifræðisútibú ESB. En þeir tímar voru mun síðar en 1973 - eða á árunum ´85-'90. Hvað Hollendingar fengu fyrir sinn snúð veit ég ekki, en víst er að Benelux löndin höfðu ekki þann mátt sem þurfti til þess að stýra hinu nýstofnaða ESB apparati.
Kolbrún Hilmars, 13.5.2009 kl. 21:52
Ágæta Kolbrún
...er ekki möguleiki að eitthvað "pínulítið jákvætt" finnist innan ESB. Það þarf ekki að vera "stórt" svo að ég verði ánægður
Menn hljóta að geta séð eitthvað jákvætt við ESB, bendi ekki bara á það neikvæða. Nú nálgast "hugsanlega" sá tími að við fáum að sjá það svart á hvítu hvað ESB kemur til með að bjóða Íslendingum uppá. Getur verið að andstæðingar ESB aðildar séu farnir að "óttast" það að sumt af því sem þeir hafa látið frá sér fara um ESB sé kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Er ekki dálítið tilgangslaust að þrasa og þræta um eitthvað sem við raunverulega vitum lítið eða jafnvel ekkert um. "Sannleikurinn um ESB" kemur til með að liggja í því sem ESB hefur uppá að bjóða og það kemur ekki í ljós fyrr en farið verður í samningaviðræður og samningurinn við þá liggur á borðinu. Þá vil ég treysta þjóðinni til að segja já eða nei.
Bestu kveðjur
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:18
Páll, takk fyrir innlitið. Ég hef ekkert út á ESB að setja nema aðild Íslands
En hef lengi undrast það samasem merki sem margir setja milli and-ESB-aðildar annars vegar og viðhorfs til ESB þjóðanna hins vegar. Sjálf er ég Evrópusinni þótt ég sé ekki ESB sinni og hef ekki nema gott eitt að segja um meginlandsbúa eftir áratuga kynni; persónuleg, viðskiptaleg og "túristaleg". En ég er líka Ameríkusinni og Asíusinni eftir jafngóð kynni þar og þegar maður hefur haft meira en hálfan heiminn í augsýn, þá virðist einfaldlega heimskulegt að einangra sig í litlu Evrópu.
Það er mín einlæga sannfæring að íslenskri þjóð mun farnast best ef henni tekst að halda sjálfstæði sínu utan "stórvelda" hverju nafni sem þau nefnast.
Kolbrún Hilmars, 14.5.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.