Vanhæfir íslenskir utanríkisráðherrar

Gordon Brown lítur ekki aðeins á fulltrúa Breta í AGS sem hagsmunagæslumenn sína, heldur líka íslensku utanríkisráðherrana, bæði þann núverandi og forvera hans,sem eru báðir flokksfélagar í hans eigin breska stjórnmálaflokki. Breski forsætisráðherrann hefði aldrei náð sinni stöðu ef hann kynni ekki mannasiði svo við verðum að álykta að hann þykist hafa ráð íslensku þjóðarinnar í hendi sér.

Ekta íslenskur utanríkisráðherra úr hópi VG gæti hugsanlega þaggað niður í manninum.


mbl.is Mótmæli vegna Gordons Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu viss um að Sólrún I og Össur séu flokksbundin Breska Verkamannaflokknum?

Agla (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Agla, það er ekkert leyndarmál að bæði Solla og Össur eru flokksbundin þar.  Enda ekkert til þess að skammast sín fyrir en afskaplega óheppileg staða fyrir íslenska utanríkisráðherra sem stendur.

Kolbrún Hilmars, 8.5.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Halla Rut

Svo segir Jóhanna þetta bara vera misskilning. Þvílík er áráttan í að fara í klúbbinn hans.

Halla Rut , 8.5.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halla mín, já þvílík er áráttan að utanríkisráðherrarnir okkar mjálma varla þegar Brown gefur okkur löðrunga.  Þjóðir hafa farið í stríð af minna tilefni.  

Reyndar er misskilningurinn Jóhönnu sjálfrar, því hún á bæði að stjórna sínu liði og hafa hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 

Kolbrún Hilmars, 9.5.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband