Hvar eru ritlaunin mín?

Mér skilst að allflestir fái borgað fyrir að skrifa á móti ESB aðild - eða samkvæmt þessu:

"Hverjum er mest í nöp við aðild Íslands að Evrópusambandinu? Er það ekki LÍÚ? Eða Framleiðsluráð landbúnaðarins? Eða er það Bláa höndin - það sem eftir er að Sjálfstæðisflokknum og Kolkrabbanum?
Einhver í netheimum vakti athygli á því um daginn, að þeir sem fara hamförum gegn aðild Íslands að ESB, eru aðallega einstaklingar, sem fá borgað fyrir það. Þeir telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta."           http://www.jbh.is/default.asp?ID=149

En þar sem ég er ekki "aðallega einstaklingur" er auðvitað engin von til þess að neinn vilji borga mér neitt.  Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér líka, ég er búin að stemma af mína reikninga og sé ekki að ég hafi fengið neitt útborgað. Hvað erum við að gera vitlaust Kolla mín??

(IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er ekki viss, en sýnist að mistök okkar hafi verið að mynda okkur heiðarlega skoðun án þess að verðmeta hana. 

Miðað við þennan texta sem ég kópíeraði, þá má draga þá ályktun að það SÉU peningar í spilinu, enda hefur því verið  hvíslað að áróðursmaskína ESB geri vel við sína penna.

Kannski erum við bara í skökku liði?    

Kolbrún Hilmars, 6.5.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég tók mig til og auglýsti eftir fjárhagslegum stuðningsaðila á síðunni hjá JBH, en hef ekki ennþá fengið nein tilboð

Axel Þór Kolbeinsson, 6.5.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

 

Kolbrún Hilmars, 7.5.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband